49 Umdæmisþing í Hafnarfirði föstudagur

49 Umdæmisþing í Hafnarfirði föstudagur


Föstudagurinn hófst kl 8.45 með Umdæmisstjórnarfundi, en þessi fundur var í styttra lagi eins og ávalt á þingi, kynntir erlendir gestir, ákveðinn þingstaður 2022, en engin hefur boðist til að halda það þing og því ákvað fundurinn  að þingið 2022 yrði á stór Álftanessvæðinu eins og umdæmisstjóri komst að orði (höfuðborgarsvæðinu) Að venju í andyri þingstaðar í þessu tilviki Ásvöllum var búið að setja um borð með þinggögnum fulltrúa og lager styrktarsjóðs umdæmisins og hófst afhending gagna strax kl 9.00. Tómas umdæmisstjóri næsta starfsárs  var með sína embættismannafræðslu úti í svæðunum og því bauð hann uppá fræðslu í jafningjastjórnum sem Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðlun sá um. Hann fór djúpt í vandamál okkar og setti efnið skemmtilega upp og var fundurinn ánægður

með þetta fyrirkomulag, en eftir hádegi var hann með verkefni fyrir fundarmenn um vandamál í Kiwanis. Klukkan 14.15 til 15.30 var aðalfundur Tryggingasjóðs á dagskrá og þar urðu góðar umræður sem nánar verður skýrt frá í fundagerð. Ráðgjafi Tómasar Sam Sekhon og kona hans Terry hafa náð frábærum árangri í að fjölga félögum og stofna klúbba í vestur Kanada en þau koma frá Gimli, því fékk Tómas þau til að vera með eina málstofu um aðferðir þeirra og mættu um þrjátíu manns í þessa málstofu, í stóra salnum var síðast á dagskrá kennsla á gagnagrunn KI og Office 365 og sáu þeir félagar frá Höfn Sigurður Einar Sigurðsson og Stefán Brandur Jónsson um þessa fræðslu, og að henni lokinni var gert hlé á störfum þingsins fram að setningu.

Sam og Terry Sekhon

 

 

MYNDASAFN FRÁ ÞINGINU MÁ NÁLGAST HÉR