Styrkveitingar Umdæmisins á 52 Evrópuþingi í Reykjavík

Styrkveitingar Umdæmisins á 52 Evrópuþingi í Reykjavík


Á föstudegi 52 Evrópuþings fór fram stór viðburður þar sem Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar veitti veglega styrki til samfélagsins og þá bæði hér á landi og erlendis. Fulltrúi frá Samtökunum Pieta en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur var veittur 5 miljón króna styrkur. Fulltrúar frá BUGL eða Barna og unglinga geðdeild landspítalans kom einnig upp á svið og tók einnig við 5 miljón króna styrk frá Umdæminu en þetta er hluti afraksturs af söfnuninni Lykill að lífi sem Kiwanishreyfingin stóð fyrir í byrjun maí og tóku landsmenn virkilega vel á móti okkur þegar þessi söfnun fór fram og því ber að þakka. Loka niðurstaða söfnuninnar liggur ekki enn fyrir og því verður styrkveiting endurtekin á Umdæmisþingi í haust þegar heildar niðurstöður eru komnar í hús.
Jafnframt var 

fulltrúi Happy Childs verkefnisins kallaður upp á svið og afhentur styrkur frá Klúbbum Umdæmisins að upphæð 10 þúsund evrur. En Happy Child er samvinnuverkefni Kiwanis í Evrópu til stuðnings fylgdarlausum börnum á flótta. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um móttöku allt að 75 flóttamanna á næsta ári, að stærstum hluta Sýrlendingum sem staddir eru í Líbanon en einnig hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem nú eru í Kenýa. Þess má geta að um 55% sýrlenskra barna á flótta sem stödd eru í Líbanon hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Þessu fólki getum við hjálpað m.a. í tengslum við hjálmaverkefnið enda höfum við áður gefið flóttafólki hjálma. Þarna eigum við að beita okkur og sýna okkar styrk enda 
samrýmist það vel "Happy Child" verkefninu. 65 milljónir um allan heim hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna stríðs, átaka eða ofsókna. 22 milljónir eru flóttamenn og af þeim er meira en helmingur börn undir 18 ára.

TS.