European-young-Kiwanis-Summit – Fundur ungra kiwanisfélaga í Evrópu

European-young-Kiwanis-Summit – Fundur ungra kiwanisfélaga í Evrópu


Á dögunum pökkuð fjórir Kiwanis félagar niður í töskur sínar og lögðu land undir fót, tilgangur var að hitta aðra Kiwansi félaga í Höfuðborg Portúgals Lissabon. En öll áttum við það sameiginlegt að verða undir 35 ára og vera meðlimir Kiwanis innan Evrópu.
Tilgangur þingsins var að hittast, ræða málin og vinna hugmynda vinnu varðandi hvað er hægt að gera til þess að fá meira af yngra fólki inn í starfið og markaðssetningu á Kimanis hreyfingunni í heild sinni.
Fulltrúar Íslands voru þær Steinunn Gunnsteinsdóttir og Anna Karítas Ingvarsdóttir frá Kiwanisklúbbnum Freyju á Sauðárkróki, Kristján Gísli Stefánsson frá Kiwanisklúbbnum Setberg  í Garðabæ og Þorvaldur Arnarsson frá Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi.
Þingið byrjaði á 

hressingu og samhristing ásamt léttum leikjum og almennri gleði. Laugardagurinn var tekin snemma og hellti allur hópurinn sér á kaf í hugmyndavinnu sem fór fram að mestu utandyra og var alveg frábært að sjá og upplifa kraftinn og gleðina sem að einkenndi þennan hóp. Það höfðu allir mikið af hugmyndum og unnin var flott undirbúningsvinna.
Það sem eftir lifði dag sátum við mjög gagnlega fyrirlestra frá fróðu fólki sem að munu gagnast okkur vel í starfinu og opnaði svo sannarlega augu mín fyrir öðrum hliðum Kiwanis.
Ég ætla að vera svo bjartsýn að vona að þetta starf fái að halda áfram og næst verði úr stórum hóp að velja þegar verður farið í það að velja fulltrúar frá Íslandi á Evrópuþing ungra Kiwanisfélaga.
    https://www.facebook.com/European-Young-Kiwanis  

GB.