Happy Child

Happy Child


Happy Child er samvinnuverkefni Kiwanis í Evrópu til stuðnings fylgdarlausum börnum á flótta. 
Ríkisstjórnin tók ákvörðun um móttöku allt að 75 flóttamanna á næsta ári, að stærstum hluta Sýrlendingum sem staddir eru í Líbanon en einnig hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem nú eru í Kenýa.
Þess má geta að um 55% sýrlenskra barna á flótta sem stödd eru í Líbanon hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Þessu fólki getum við hjálpað m.a. í tengslum við hjálmaverkefnið enda höfum við áður gefið flóttafólki hjálma. 
Þarna eigum við að beita okkur og sýna okkar styrk enda 

samrýmist það vel "Happy Child" verkefninu. 65 milljónir um allan heim hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna stríðs, átaka eða ofsókna. 22 milljónir eru flóttamenn og af þeim er meira en helmingur börn undir 18 ára.
Umdæmið óskar eftir 10 EUR/1500 kr. framlagi pr. félaga frá hverjum klúbbi
í þetta verkefni sem leggja má inn á sérreikning umdæmisins fyrir þetta verkefni: nr. 0348-26-106401, kt: 640173-0179
Framlagið má auðvita vera hærra ef klúbbfélögum sýnist svo.
Ætlunin er að nýta þessa peninga fyrir flóttafólk hér heima og fyrir börn í Tartous flóttamannabúðunum í Sýrlandi.

 

KYNNING HÉR