Kaldbakur 50 ára !

Kaldbakur 50 ára !


Kiwansiklúbburinn Kaldbakur var stofnaður 14.09. 1968 og er því 50 ára um þessar mundir. Blásið var til afmælisveislu þann 24.11 í veislusal Greifans á Akureyri og mættu þar fjölmargir Kiwanisfélagar og makar. Umdæmisstjóri, Eyþór K. Einarsson og formaður Fræðslunefndar, Dröfn Sveinsdóttir, heiðruðu samkomuna með nærveru sinni. Margar góðar kveðjur bárust og gjafir til afmælisbarnsins og tókst þessi fagnaður mjög vel.  Á afmælishátíðinni var Pálma Stefánssyni veitt gullstjarna Kiwanis en hann hefur verið félagi í Kaldbaki í 47 ár og  ávallt verið með 

virkustu félögum í klúbbnum.  Þá fengu tvö félög styrki frá Kaldbaki, Íþróttafélagið Eik og Siglingaklúbburinn Nökkvi,  hvort félag kr. 500.000.  Kaldbaksfélagar þakka öllum sem þarna mættu fyrir skemmtilegt kvöld, góðar óskir og gjafir, einnig öðrum Kiwanisfélögum sem hafa átt samleið á þessum 50 árum sem Kaldbakur hefur starfað.