Umdæmisstjórnarfundur 17 nóvember 2018

Umdæmisstjórnarfundur 17 nóvember 2018


Umdæmisstjórnarfundur var haldinn á Bíldshöfðanum í dag laugardaginn 17 nóvember. Eyþór K. Einarsson umdæmisstjóri setti fundinn kl 10.00 og bauð embættismenn velkomna og fór síðan yfir dagsrá fundarins og bað fundarmen að kynna síg. Að því loknu var hafist handa við dagskrá og byrjaði Umdæmisstjóri sína skýrslu og fór yfir það sem gerst hafi síðan hann tók við embætti 1.október og sagðist binda miklar vonir við samstarf sinna stjórnarmanna. 
Líney Bergsteinsdóttir kom næst og fór yfir sitt starf umdæmisritara sem er mjög viðamikið og sagði m.a að hvíta bókin okkar væri nú tilbúin til prentunar er jafnframt setti hún spurningarmerki við áreiðanleika gagnagrunnsins vegna þess að mikið af blaði þingfrétta hefði verið endursent vegna rangra heimilisfanga og þetta verður að laga.

Svavar Svavarsson umdæmisféhirðir kom næstur og sagði t.d að það væru miklar breytinga síðan hann var síðast í þessu embætti en Svavar hefur gegnt starfi umdæmisféhirðis áður. Svavar sagðist hafa tekið við góðu búi frá Magnúsi Helgasyni sem hefði gegnt þessu starfi í þrjú starfsár, og hyggst Svavar vera allavega tvö ár sem hann væri búinn að lofa að sinna þessu starfi. Svavar sagði jafnframt að Jóhanna Einarsdóttir hefði tekið að sér að vera bókari umdæmisins.

Eins og vanalega kom hver stjórnarmaður á fætur öðrum og fluttu skýrslur og sögðu frá starfi sínu, en allar skýrslur fundarins eru inni á innravef kiwanis.is og að loknum flutningi skýrslna Umdæmisstjórnar var tekið smá Kaffihlé en engar umræður voru um skýrslur stjórnarmanna.

Eftir kaffihlé afhenti Eyþór Umdæmisstjóri fundarmönnum sín skipunarbréf og í framhaldi bað hann nefndarformenn að flytja sínar skýrslur um starfið, og hóf formaður þingnefndar þennann dagskrárlið og sagði frá þinginu sem verður haldið að Ásvöllum í Hafnarfirði en þar er búið að vinna mikla vinnu og allt nánast tilbúði aðeins þarf að fínpússa dagskrá og annað sem viðkemur þinginu. Kristín Mgnúsdóttir formaður laga og ályktunarnefndar kom næst og sagði frá starfinu sem hefði verið í að gera persónuverndaryfirlýsingu fyrir Umdæmið.

Formaður K-dagsnefndar Gylfi Ingvarsson kom næstur í pontu og fór yfir hið mikla starf sem þessi nefnd
hefur á sínum snærum, en þetta verkefni þarfnast mikils undirbúnings og skipulags. Forseti íslands hefur
samþykkt að vera verndari söfnunarinnar . Gylfi sagði jafnframt að það er ekki vandamál að selja lykilinn
 heldur vantar fleiri sölumenn til að ná betri árangri í sölu, en jafnframt væri fyrirhuguð símasöfnum á
 lyklinum.

Hver nefndarformaðurinn að fætur öðrum komu og sögðu frá sínu frábæra starfi sem unnið er í nefndum 
umdæmisins, en það er ekki sjálfgefið að fá svona frábært fólk til að eyða sínum frítíma til að vinna fyrir
svona þjónustuhreyfingu eins og Kiwanis, sem er jú eina hreyfingin sem vinnur í þágu barna.

Ólafur Jónsson formaður Hjálmanefndar sagði að starfið væri komið í gang og myndu 4.730 börn frá 
reiðhjólahjálma í ár frá Kiwanis og Eimskipum. Tengiliður gagnagrunns Sigurður Einar sagði frá því
sem væri í gangi og þ.a.m þýðingar á grunninum sem gengur frekar hægt.
Nokkurar umræður urðu um skýrslur nefndarformanna og að þeim loknum var tekið matarhlé.

Eftir að hafa snætt dýryndis súpu frá Rögnu Petrínu staðarhaldara á Bíldshöfðanum var tekið aftur til við
 dagskrá og var Persónuverndaryfirlýsingin næst á dagskrá, en eins og kom fram á þinginu í Mosfellsbæ 
eftir kynningu var umdæmisstjórn falið að samþykkja hana, og eftir smá fyrirspurnir og útskýringar var hún
 samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


Haukur Sveinbjörnsson fór yfir niðurstöður á vinnufundi formúlunar sem haldinn var á dögunum og á 
svipuðum tíma var fundur í Færeyjum sem Petur Olivar stýrði og fór Petur yfir niðurstöður frá Færeyjum
og kom fram hjá honum að það væri rétt að virkja vinabæjarsambönd Íslands og Færeyja til að stofna nýja
 klúbba.

Konráð Konráðsson fór yfir Happy Child verkefnið sem er frábært verkefnið til styrktar fylgdarlausum
 flóttabörnum og ætla Óskar Guðjónsson að halda áfram með þetta verkefni á sínu starfsári sem 
Evrópuforseti og vonast hann til að við tökum á þessu verkefni eins og Ítalir gerðu með sínum manni í 
Evrópustjórnartíð hanns. Óskar sagði jafnframt að KEP verkefnið hefði verið kveikjan að þessu verkefni. 
Nokkurar fyrirspurnir komu um þetta og svaraði Konráð þeim. Í framhaldi af þessu sagði Eyþór 
umdæmisstjóri að þetta yrði keyrt áfram í Svæðum og klúbbum frá og með þessum Umdæmisstjórnarfundi.

Evrópuforseti Óskar Guðjónsson kom næstu í pontu með stefnumótun KIEF,Óskar sagði að þegar hann 
kom að Evrópustjórn þá fór hann að spyrja um stefnumótun og því var svarað að hún var ekki til, og hóf
 Óskar því vinnu við þetta ásamt framkvæmdanefndinni og starfsmönnum í Genf og var niðurstaðan 
grunnur að þriggja ára plani, en þetta breytist eftir því sem nýjar hugmyndir koma í ljós. 


Næst tók Óskar upp Evrópuþingið 23 til 26 maí  en þar verður Gunnsteinn Björnssoní framboði til ráðgjafa í
heimsstjórn, Hilton, Grand og Cab inn eru hótelin sem Kiwanis er með fyrir þingið enskráning á þingið hefst
 vonandi í janúar, en er verið að þýða forrit sem sér um skráningu yfir á Íslensku.  Óskar fór síðan yfir 
dagskrá í stórum dráttum, frienship dinner verður í Perlunni á föstudeginum og Galaballið á Hilton á 
laugardeginum. 

Þetta var mjög góður fundur í alla staði og var honum ekki lokið fyrr en rúmlega fjögur, já það er gaman í 
KIWANIS !!!!

TS.

ALLAR SKÝRSLUR HÉR