Umdæmisstjórnarfundur 14 apríl 2018 að Bíldshöfða 12.

Umdæmisstjórnarfundur 14 apríl 2018 að Bíldshöfða 12.


Fundur settur kl 10.30 og eins og ávalt var byrjað á skýrslum og hóf Umdæmisstjóri yfirferð yfir sína skýrslu. Konráð sagði m.a frá Evrópufundi og því starfi þar sem verið væri að koma á fót nýju umdæmi á þeim stöðum þar sem ekki er umdæmi fyrir. Hann talaði einnig um nýju persónuverndarlögin sem taka gildi í maí og hvernig þau komi til með að hafa áhrif á okkur Kiwanisfélaga, en klárlega þurfum við leyfi hjá félögum til að geyma ýmsar upplýsingar samkvæmt þessu fram kom hjá Konráð að umdæmið  Frakkland Mónakó hefur náð mestum árangri með formúluna sem þeir hófu fyrir fjórum árum. Fram kom í máli umdæmisstjóra að Pieta samtökin eru ánægð með aðkomu Kiwanis að samtökunum og er það að hluta okkur að þakka hvernig félagið er statt í dag. Það kom fram á fundinum að klúbbar sem funda hér og aðrir eru ekki ánægðir með umgengni og aðkomu hér á Bíldshöfðanum og mun Umdæmisstjóri fara á fund hjá þessum klúbbum og koma síðan kvörtunum á framfæri við húsbnefnd. Umdæmisstjóri kom inná fjölgunarmál  en félagar í dag eru 806, Freyja og Keilir hafa verið at taka inn nýja félaga. Búið er að boða fund með JC félaga sunnudaginn 29 apríl hér á Bíldshöfða til að kanna með stofnun nýss klúbbs með seniorfélögum frá JC. Stjórnarmenn komu næst hver af öðrum með sínar skýrslur sem má sjá á innrivef, en umdæmisritari kom næst og sagði m.a að skýrsluskil mættu vera betri og sagði líka frá fræðslu og ráðstefnu í Færeyjum. Magnús umdæmisféhirðir fór því næst yfir fjármálin sem eru í góðum málum og allt á áætlun.
     Kjörumdæmisstjóri kom næstur og fór yfir sín mál hóf hann sitt mál á að fara yfir fræðslu verðandi svæðisstjóra sem fór fram 17 mars og voru allir sáttir. Síðan er verið að vinna í áframhaldandi fræðslu og var all þýtt yfir á færeysku sem var notað þar í aprílbyrjun.  Kjörumdæmisstjóri vill hafa Færeying í fræðslunefnd og þarf að ganga frá því fyrir næsta þing.
     Haukur fráfarandi umdæmisstjóri kom næstur og sagðist vinna mest á bakvið tjöldin og      aðstoða menn og væri því ekki með skriflega skýrslu. Haukur sagði frá hinu ýmsa starfi innan hreyfingarinnar sem hann væri búinn að taka að sér.
 
Svæðisstjórar komu næstir og 

byrjaði Björn fyrir Ægissvæði og sagði frá starfinu í svæðinu og þvi sem væri að gerast , skýrslu skil hafa ekki verið nægilega góð og stakk Björn uppá á nýta vararitara betur en sumir eru klúbbar eru með slíkann embættismann.

Sigurður Einar kom næstur fyrir Sögusvæði og fór yfir starfið og sína skýrslu.

Svæðisstjóri Freyjusvæðis Sverrir Benónýsson kom næstur og sagði frá starfinu í sínu svæði 

Karin Jacobsen kom næst fyrir Færeyjasvæði og fór yfir starfið í Færeyjum, Karin útskýrði lika dræma mætingu á fræðslu og formúlú í Færeyjum.
Ingólfur kom næstu fyrir Óðinssvæði og hóf yfirreið yrir sitt starf og sína skýrslu, og er starfið blómlegt og hafa verið teknir inn nýjir félagar og þá sérstaklega hjá Freyjukonum á Sauðárkróki. 23 júní 40 ára afmæli Gríms og verða hátíðarhöld úti í Grímsey af þessu tilefni. Skýrsluskil í Svæðinu er ekki nógu góð. Ingólfur fór síðan yfir styrki sem hafa verið veittir í Svæðinu.
Eftir smá kaffihlé var haldið áfram og tekið til við umræður um skýrslur Umdæmisstjórnar. Dóra umdæmisritari tók fyrst til máls og lýsi ánægju með skýrslur embættismanna og þá sérstakelga styrki sem ekki sjást í gagnagrunni. Hjördís kom næst og sagði m.a að það hafi verið Færeyingurí fræðslunefnd og það þarf að vera með Færeyingaí þessum nefndum sem þeir afa jafnan aðgang af. Óskar Guðjónsson, tók undir orð Hjördísar og sagði að þetta væri góð lausn með málefni Færeyja. Óskar sagði okkur brautryðjendur í að fá styrki til að halda ráðstefnur um fjölgun. Óskar stiklaði á stóru yfir punkta sem hann tók úr skýrslum stjórnarmann og lýsti yrir ánægju með starfið í hreyfingunni Tuttugu nýir klúbbar eru komnir á koppinn í Evrópu. Óskar sagði að gott væri fyrir kjör og umdæmisstjóra að skipta árinu niður í heimsóknarplan, til að komast yfir að heimsækja sem flesta klúbba.   Jóhanna Einarsdóttir kom næst og tók undir með Eyþóri með tengiliði í Færeyjum. Sverrir Svæðisstjóri tók næstur til máls undir umræðum um skýrslum. Sverrir vill fá skýrslur frá Færeyjum á Íslensku og Færeyingar fái skýrslur á sýnu tungumáli. 
Matarhlé
Eftir matarhlé var haldið áfram með dagskrá og tekið til við skýrslur nefndarformanna. Gunnsteinn Björnsson flutti fyrstur sína skýrslu fyrir markaðs og kynningarnefndar og sagði frá því sem væri í gangi í markaðs og kynningarmálum. Diðrik kom næstur fyrir ferðanefnd og lýsti öllu því mikla starfi sem felst í að skipuleggja svona ferð og verða 37 manns sem fara í ferðina í ár. Guðlaugur Kristjánsson formaður fræðslunefndar tók næstur til máls og sagði frá skýrslu fræðslunefndar, og hefur fræðslunefnd fengi nokkurar fyrirspurnir frá klúbbum um hvaða aðferðir eru bestar til að stoppa lekann svo við missum ekki nýja félaga út úr hreyfingunni. Finna þarf orsök leiðanns til að geta brugðist við. Ólafur Jónsson formaður hjámanefndar kom næstur í ræðustól og sagði frá því sem er að gerast í hjálmaverkefninu 4587 börn fá hjálma og verður bætt við hjálmum fyrir börn flóttafólks, Ólafur þakkaði öllu samstarfsfólki og sagði gaman að vinna með þessu fólki.
Hjördís Harðardóttir fomaður fjölgunarnefndar flutti næst sína skýrslu um ráðstefnu í Færeyjum o.fl sem fjölgunarnefnd hefur verið að gera. Sigurður Skarphéðinnsson formaður þingnefndar kom og sagði frá undirbúningi næsta umdæmisþing sem haldið verður í Mosfellsbæ í haust og er skipulagsvinna langt kominn og unnið er að gerð fjárhagsáætlunar sem verður lögð fram hér á fundinum á eftir. Óskar Guðjónsson kom næstur fyrir laga og ályktunarnefnd og sagði Óskar að það væri kominn tími á ýmislegt svo sem uppstyllingarnefnd o.fl.  Ásamt tillögum að lagabreytingum í heimsstjórn. Jóhanna M Einarsdóttir kom næst fyrir Tryggingasjóð Kiwanisfélaga en Jóhanna tók við eftir fráfall Andrésar eiginmanns síns, staða sjóðsins er góð í dag .Tómas Sveinsson kom fyrir Upplýsinga og tækninefnd. Sigurður Einar kom næst í pontu fyrir tengilið gagnagrunns og sagði frá því að hann væri að reyna að fá þýðingu á skýrslu á gagnagrunni KI.
Umræður um skýrslur nefndarformanna, Gunnsteinn kom fyrstur og ræddi persónuverndarlög og verður gefinn uppþóttunartími á viðurlaögum. Jóhanna kom næst kom næst með skýringu á félagsaðild að Tryggingasjóði Kiwanisfélaga. Eyþór kjörumdæmisstjóri kom næstur upp í þessari umræðu og talaði um kynningu á hreyfingunni m.a og persónuverndarlögin nýju. Sverrir kom næstur í sambandi við Hjálmaverkefnið í Freyjusvæði, Guðlaugur formaður fræðslunefndar kom næstur í sambandi við Hjálmaverkefnið. Gunnsteinn kom næstur um Hjálmaverkefnið og markaðsmál, og sagði Gunnsteinn að það þarf að hamra á vörumerkinu KIWANIS aftur og aftur. Ólafur formaður Hjálmanefndar kom í pontu og talaði um aðferðir við afhendingu Kiwanishjálmana.. Óskar Guðjónsson kom næstur í pontu út af aðgangi að Office, Dóra umdæmisritari kom með skýringu á þessum málum.
Kaffihlé
Að loknu kaffihléi var farið í reikninga umdæmissin 2016-2017 og var reikningum dreift á fundarmenn og fór Magnús yfir reikningana og að yfirferð lokinni  voru þeir bornir upp til samþyktar til að leggja fyrir næst Umdæmisþing og var það einróma samþykkt.
Næst var komið að fjárhagsáætlun umdæmisþings 2018 og fór Sigurður Skarphéðinnsson formaður þingnefndar yfir áætlunina og var áætlunin lögð fram til og var samþykkt einróma.
Fjárhagsáætlun 2018-2019 var næst lögð fram og stýrði Kristján Jóhannsson þessum lið. Eftir að búið var að fara yfir áætlunina komu þó nokkurar fyrirspurnir og svör sem sjá má nánar þegar búið verður að samþykkja hana.
Önnur mál: Sigurður Pétursson kom fyrstur með sitt erindi um Styrktarsjóð og talaði síðan um að reyna að stofna Kiwanisklúbb í Grænlandi en Hrafn Jökulsson kom með þessa hugmynd… Sigurður sagði að gaman væri að kanna þetta og athuga hvort þetta sé hægt og nota þá sambönd Hrókssins á Grænlandi, Óskar sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hrinda þessu í framkvæmd. Haukur sagði Setbergsmenn væru búnir að afhenta hjálma en nú er verið að vinna í að rífa klúbbinn upp. Gunnsteinn tók til máls og sagði frá afmæli drangey 12 maí og þar verður dansur og allur pakkinn 6.900- er miðaverðið þarf að láta vita fyrir 1 maí  salurinn sem hátíðarhöldin fara fram tekur um 150. manns í sæti.  Magnús tók til máls og spurði um stöðu þess að fá vefverslun við Tryggingasjóð á kiwanis.is og vill fá efni frá sjóðnum til upplýsingar til félaga
Sigurður svaraði fyrirspurn Magnúsar um vefverslun. Jóhanna spurði um link á styrktarsjóð og tryggingasjóð á vefinn og svaraði Tómas því að það væri lítið mál.
Ingólfur svæðisstjóri Óðinssvæðir kom með skemmtilega sögu svona í lokin um tæknina.
Knráð Umdæmisstjóri sagði frá símtali frá Egilsstöðum frá gömlum kiwanismanni sem spurði um eiturlyfjavísin, og þykir mikil þörf á því að endurvekja það verkefni og gefa út.
Að þessu loknu var mjög góðum fundi slitið þegar klúkkan var að nálgast fimm.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR