Stjórnarskipti í Óðinssvæði.

Stjórnarskipti í Óðinssvæði.


Annasamri helgi var að ljúka hjá svæðisstjóra Óðinssvæðis. Föstudagskvöldið 14. október var haldið í Mývatnssveitina til stjórnarskipta. Forsetar og ritarar voru settir í embætti og þeim síðan falið að klára innsetningu stjórnar við fyrsta tækifæri. Kiwanisklúbbarnir Askja, Herðubreið, Skjálfandi og Emblur voru mættir á Sel Hótel. Til þessa fundar voru mættir 45 félagar og makar. Þetta gekk eins og í sögu, borðaður góður matur, setið lengi, spjallað um Kiwanis og það fyrirkomulag sem var haft á þessum fundi.

Laugardagskvöldið 15. október fór svæðisstjóri inn

í Lambinn á Öngulsstöðum til stjórnarskipta. Kiwanisklúbbarnir Kaldbakur, Skjöldur og Grímur voru mættir.

Um 45 félagar og makar voru mættir til funda, borðaður góður matur, miklar og góðar umræður um þetta fyrirkomulag á þessum fundum eins og var í Mývatnssveit. Svæðisstjóri er alveg í skýjunum yfir því hvað Kiwanisfélagar lýstu mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag á stjórnarskiptum. Ég bind miklar vonir við að þetta sé aðeins byrjunin á mun meira samstarfi um þessi mál og fleiri. Því miður gátu Drangeyjarfélagar ekki verið með í þetta skipti vegna anna við Íslandsmeistaramót í boccia sem var á þeirra könnu. Svæðisstjóri var við stjórnarskipti hjá þeim 5. október þar var mín eldskírn í stjórnarskiptum undir vökulum augum fyrrverandi umdæmisstjóra og svæðisstjóra. Það er ánægður svæðisstjóri sem lítur til baka eftir helgina

 

Kíwaniskveðja,

Benedikt Kristjánsson svæðisstjóri Óðinssvæði