Kiwanisráðstefna 2008

Kiwanisráðstefna 2008

  • 22.09.2008

Síðastliðinn laugardag var haldinn Kiwanisráðstefna og fræðsa í Kiwanishúsi Eldeyjar við Smiðjuveg í
Kópavogi. Ráðstefnan hófst kl 11.00 með setningu Umdæmisstjóra Gylfa Ingvarssonar og síðan flutti
Matthías G.Pétursson umdæmisstjóri 2008 -2009 ávarp.

Guðni Gíslason ritstjóri Fjarðarpóstsinns flutti síðan erindi um ásýnd Kiwanis og kom margt fróðlegt fram
í erindi Guðna sem fór yfir t.d hvernig okkur gengi að aulýsa hreyfinguna upp í fjölmiðlim og á heimasíðu
kiwanis.is og taldi Guðni að margt mætti laga hjá okkur. Þetta var mjög gott framtak að fá álit manns
utna Kiwanishreyfingarinnar á þessum málum.
Guðmundur Baldursson fv. umdæmisstjóri fór yfir málefni Styrktarsjóðs með fundarmönn og kynnti sjóðinn
fyrir ráðstefnugestum. Arnór L. Pálsson fór yfir Tryggingarsjóðinn og útskýrði málefni og stöðu sjóðsinns
fyrir fundarmönnum en Arnór er gjaldkeri stjóðsins.
Þá var komið að hádegisverði sem Sinawikkonur sáu um af miklum myndarskap og berum við þeim bestu þakkir
fyrir.
Margt var á dagskrá eftir hádegisverðarhlé og m.a töluðu Ævar Breiðfjörð fyrir KI Foundation, Eyjólfur Sigurðsson
f.v Heimsforseti og framkvæmdarstjóri KI fór yfir Kiwanisumdæmið í alþjóðlegu samstarfi, Tómas Sveinsson
fór yfir málefni heimasíðu og internetmála, og að loknu kaffihléi var farið í hópavinnu sem ráðstefnugestum
var skipt niður í 3 hópa og rædd framtíðarsýn Kiwanis og að þeirri vinnu lokinni voru ræddar niðurstöður
hópavinnu og almennar umræður.
Að þessu loknu var samantekt í umsjón Matthíasar G.Péturssonar sem að því loknu sleit þessari Kiwanis og
fræðsluráðstefnu.
Ráðstefnustjóri var Andrés Hjaltason fráfarandi umdæmisstjóri.

Síðar um kvöldið var síða nboðið til Ráðstefnukvöldverðar og stjórnarskipta í umdæminu
og síðan áframhaldandi fræðsla á sunnudaginn.

Fleiri myndir undir myndasafni.