26.Landsmót Kiwanis í golfi 2008

26.Landsmót Kiwanis í golfi 2008

  • 03.07.2008

Golfnefndin var ansi fáliðuð þetta árið aðeins einn maður, Þórður Einarsson. Á síðasta landsmóti var rætt um að færa mótið frá Þorlákshöfn til að prufa annan völl og varð golfvöllurHveragerðis fyrir valinu þann 15. Júní kl 10,00 svo það yrði ekki of langt fyrir Eyjamennina að komast í tíma til að spila.

Þáttakan var afburða slök, en samt mætti Dónald Jóhannesson alla leið frá Grímsey til að spila með. Einnig setti strik í reikninginn að Eldey var með styrktarmót daginn áður sem nefdin hafði ekki hugmynd um þegar hún pantaði þennan dag í Hveragerði. Í mótsgjaldinu var innifalið súpa og brauð að leik loknum. Spilið dróst aðeins á langinn því Eldeyjarmenn sem mættu aðeins framlágir eftir vel heppnað styrktamót daginn áður fóru síðastir af stað.
Keppnisfyrirkomulagið var þannig. Höggleikur karla án forgjafar,  punktakeppni karla með forgjöf,  punktakeppni kvenna og gesta með forgjöf.
Mæting var sú versta lengi aðeins 28 spilarar.

Í mótslok voru svo veitt verðlaun í golfskálanum sem voru frá Ísspor sem einnig gaf tvenn verðlaun og við þökkum þann stuðning.
Ég tek það fram hér að ég mun ekki sjá umfleiri landsmót í golfi og þaf því að finna annan eða aðra til að sjá um næsta landsmót Kiwanis í golfi.

Úrslit mótsins voru sem hér segir.

 Sigurvegarar í karla flokki  án fg           Sigurvegarar í Karla flokki með fg
1. Guðlaugur Kristjánsson Eldey            1. Jóhannes Þ. Sigurðsson Helgafell
2. Sigurjón Adólfsson      Helgafell        2. Friðbjörn Björnsson   Hraunborg
3. Ragnar Guðmundsson   Helgafell      3. Guðmundur Baldursson Esja
                                                   
Sigurvegarar kvenna með fg                 Sigurvegarar í gestaflokki með fg
1. Guðbjörg Óskarsdóttir  Hraunborg     1. Tómas J. Thompson
2. Hrönn Einarsdóttir Sólborg                2. Guðmundur Magnússon
3. Guðbjörg Pálsdóttir Sólborg              3. Sigfús Sigurhjartarson

Sveitakeppnina vann Helgafell
Lengsta upphafshögg á 6. Braut: Guðlaugur Kristjánsson Eldey              
Fæst putt : Guðmundur Baldursson  Esja    31 pútt
Einnig voru veitt fern nándarverðlaun á par 3 brautum.

Uppgjör vegan landsmóts Kiwanismanna í golfi 2007.
Tekjur:
Seld Flatargjöld    28 x kr 3800                             106,400 kr
                        Samtalls tekjur                                 106,400 kr
Gjöld:
1. Greidd flatargjöld og súpa til Golfkl Hveragerðis kr 28 x 3400   =  95,200 kr
2. Greitt til Ísspor vegan verðlauna                                                           30,000 kr
                                                              Samtals gjöld                         Kr  125,200
         Tekjutap   Kr 18,800
        Ágóði frá fyrra ári kr 12,400
Á vantar 6,400 kr sem verður tekið út af reikning hjá Landsbankanum.
 
                                                                               Með Kiwanis og golfkveðju.