Hinn árlegi síldarfundur Skjaldar.

Hinn árlegi síldarfundur Skjaldar.

  • 16.04.2008

Ágætu Kiwanisfélagar.

Við Kiwanisfélagar á Siglufirði viljum vekja athygli á okkar árlega síldarfundi sem haldinn verður í Síldarminjasafninu á Siglufirði laugardaginn 26. apríl 2008, og hefst kl. 19.30.Húsið opnar kl. 19.00

 

Við höfum undanfarin ár haldið einn fund á ári í safninu og reynum þar að rifja upp eitthvað frá síldarárunum.   Á borðum eru síldarréttir með tilheyrandi drykkjarvörum og fundarefni hefur verið tengt síldinni á einhvern hátt, í léttum dúr auðvitað.  Einnig verður harmonikuspil og fjör eins og tíðkaðist á síldarböllunum. Þetta árið ætlar Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, að heimsækja okkur. Að loknum fundi er síðan opið hús í Kiwanishúsinu og svo er auðvitað næturlíf stórborgarinnar til staðar fram eftir nóttu.

Það er okkur sönn ánægja að sjá sem flesta Kiwanismenn með okkur á þessum fundi og finns þetta kjörið tækifæri fyrir félaga að bregða undir sig betri fætinum, lyfta sér upp og skreppa í "Síldin á Sigló"

Gott væri ef þið tilkynntuð komu ykkar til Ómars forseta i síma 897-1935 eða
Sveins í síma 861-9237.

Góðir gistimöguleikar eru hjá Ferðaþjónustu Siglufjarðar ehf.  siglo-travel.is. sími
848-9389 eða
Gistiheimilið Hvanneyri hefur síma 467-1506 eða 899-1107 / 899-2052
og hvanneyri.com.