Kiwanisklúbburinn Ós 20 ára

Kiwanisklúbburinn Ós 20 ára

  • 30.10.2007

Stjórnarskipti og afmælishátíð Ós. Að því tilefni verður haldin hátíðarskemmtun á Hótel Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 17 nóvember n.k, við bjóðum öllum sem vilja, að koma og samfagna með okkur. Undirbúningur er að sjálfsögðu hafinn af fullum krafti og erum við búnir að panta hótelið og er komin dagskrá og verð.

Dagskráin er í grófum dráttum svona:

18:00 Stjórnarskipti
20:00 Borðhald hefst - Veislustjóri séra Baldur Kristjánsson
23:00 Dansleikur
0?:?? Gengið til hvílu

Matseðill kvöldsins er villibráðarhlaðborð veitt og borið fram af matreiðslumeistara hússins.

Verð á þessa stórskemmtun er aðeins kr 9.500- á mann með gistingu í 1 nótt og morgunverði.

Áhugasamir hafi samband við Hauk Sveinbjörnsson í síma 840-1718.