Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Höfða.

Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Höfða.

  • 05.10.2007

Samhliða aðalfundi í Kiwanisklúbbnum Höfða laugardaginn 29. september s.l. að Hótel Búðum á Snæfellsnesi fóru fram hátíðleg stjórnarskipti á lokahófi um kvöldið. 19 félagar auk umdæmisstjóra sátu aðalfund klúbbsins, en við þessi tímamót heiðraði okkur Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri Kiwanis ásamt sinni frú, Nínu Sonju Karlsdóttur.Meðan félagar hlýddu á skýrslur stjórnar og nefnda klúbbsins samofið með léttleika gamanmála, héldu eiginkonur út í súldina á vit sagna og ævintýra Snæfellsness undir leiðsögn frá staðkunnum leiðsögumanni.
 

Um kvöldið fjölgaði í prúðbúnum félagahópnum þar sem efnt var til stjórnarskiptahátíðar í uppábúnum veislusal, þar sem beið þeirra fimm rétta máltíð ásamt veigum.

Við þetta tækifæri hlutu nokkrir félagar viðurkenningu vegna 100% mætingar á fundum klúbbsins ásamt því að viðurkenning #Félagi ársins" féll í skaut Kristjáns Jóhannssonar.

Hlyni Árnasyni var þökkuð störf sín innan klúbbsins og starfi hans með Byggjendaklúbbi BC-Engjaskóla þar sem á sjöttatug ungmenna halda hópinn undir merkjum Kiwanis. Fyrir starf sitt var Hlynur heiðraður og skrýddur með Gullstjörnu Styrktarsjóðs Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyja í þakklætisskyni.

 

Um stjórnarskiptin sá Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri og honum til aðstoðar var veislustjóri kvöldsins Gísli Helgi Árnason f.u. umdæmisstjóri og Sigurður Jóhannsson f.u. svæðisstjóri Eddusvæðis. Við forsetakeðju tók Kristinn Kristinsson og ásamt Kristni skipa eftirfarandi félagar stjórn klúbbsins: Valgeir Daðason kjörforseti, Jónas Teitsson f.f.forseti, Sigurður Svavarsson ritari, Guðmundur Stefán Sigmundsson féhirðir og Sigurður Pálsson Beck gjaldkeri.

 

Það má með sanni segja að allur aðbúnaður, skipulag og umgjörð stjórnarskiptanna hafi verið til fyrirmyndar og áttu veislugestir góða og skemmtilega kvöldstund saman í góðra vina hópi.