Fréttir

Frá Hjálmanefnd

  • 18.05.2010

Frá Hjálmanefnd

Hjálmarnir koma til landsins 31 maí og verða til afhendingar í fyrstu viku júní þannig að þetta mál er allt að komast á hreint og mun nefndin gefa nánari upplýsingar á allra næstu dögum.

Afhending reiðhjólahjálma

  • 13.05.2010

Afhending reiðhjólahjálma Í dag stóðu félagar í Kiwanis- klúbbnum Drangey á Sauðárkróki fyrir sinni árlegu hjálmaafhendingu til barna í fyrsta bekk grunnskólanna í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. 

Frá K-dagsnefnd

  • 12.05.2010

Frá K-dagsnefnd

K-dags nefnd
Kiwanisumdæmisins Ísland -Færeyjar

K- dagur 10. – 14. maí 2011 Landssöfnunin
Kiwanisfélagar góðir K-dagsnefndin vill minna okkur öll
á að nú er eitt ár til næsta
K-dags sem verður 10. – 14. maí 2011
Unnið er markvist að undirbúningi og
með samstilltu átaki liggi fyrir í haust:
1. Styrktaraðilar
2. Styrktarverkefni

Samráðsfundur með K-dagsnefnd.

  • 11.05.2010

Samráðsfundur með K-dagsnefnd.

K- dagsnefnd umdæmisins boðar ykkur tengiliði sem geta komið því við að eiga við okkur orð um K-daginn. Við í nefndinni viljum upplýsa ykkur um stöðu mála og síðast en ekki síst að leita ráða samráðs og samstarf um K-daginn.
 

Síldarfundur Skjaldar á Siglufirði

  • 30.04.2010

Síldarfundur Skjaldar á Siglufirði

Síldarfundur Skjaldar var haldinn laugardaginn 24.apríl.
Mjög góð mæting  72%,í heimsókn var hjá okkur
kiwanisfélagar úr Drangey,Mosfelli,Kaldbak,Geysi,Súlum
og Esju auk fjölmargra annara gesta og var þetta um 80
manna fundur,sem heppnaðist mjög vel.

KIEFlash

  • 28.04.2010

KIEFlash

Út er komið fréttablað Evrópustjórnar Kiwanis KIEFlash þetta er sjöunda blaðið og aprílhefti. Blaðið má nálgast hér að neðan.

Fréttabréf Hraunborgar

  • 27.04.2010

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 6 tbl Fréttabréfs Hraunborgar í Hafnarfirði og má nálgast það hér neðar á síðunni.

Svæðisráðsfundur í Grettissvæði

  • 26.04.2010

Svæðisráðsfundur í Grettissvæði

Svæðisráðsfundur í Grettissvæði var haldinn í Kiwanishúsinu Siglufirði 24.apríl.Mætingin var 4 frá Skyldi,3 frá Mosfelli og 2 frá Drangey,auk þess voru á fundinum félagar frá Esju,Geysi og Súlum.Og í lok fundarins mættu 9 félagar frá Kaldbak,sem voru að koma til að vera á síldarfundinum í kvöld.Sendi seinna myndir og fréttir af síldarfundinum.

Vörðukonur í sínu fyrsta verkefni.

  • 21.04.2010

Vörðukonur í sínu fyrsta verkefni.

24. mars sl. fóru Vörðukonur á Barnaspítalann  og voru með matarveislu fyrir börnin og aðstandendur þeirra, um 60 manns.  Þetta er sænsk hugmynd sem Brynjari Péturssyni í Grindvík langaði til að yrði að veruleika á Íslandi.   Brynjar og Svanhildur kona hans voru með son sinn, Frank,  um margra mánaða skeið á sjúkrahúsinu í Lundi og þangað komu Kiwanismenn  einu sinni í mánuði og voru  með mat fyrir börnin og aðstandendur.

Svæðisráðsfundur hjá Ægissvæði

  • 21.04.2010

Svæðisráðsfundur hjá Ægissvæði

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði verður haldinn næstkomandi laugardag 24 apríl. Fundurinn hefst kl 9.00 og verður haldinn í Kiwanishúsinu hjá Eldey í Kópavogi.

Umdæmisstjórnarfundur

  • 19.04.2010

Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnar fundur var haldinn s.l föstudag kl 17.00 en þetta er frekar óvenulegur tími en ástæða þess er sú að fræðsla verðandi Svæðisstjóra og Forseta fór fram á laugardeginum. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri setti fund  og hóf hann á nafnakalli, að því loknu hófust venjuleg fundarstörf þar sem Umsæmisstjórn reið á vaðið með flutningi  á sínum skýrslum.

Skjöldur styrkir og þakkar grunnskólabörnum.

  • 18.04.2010

Skjöldur styrkir og þakkar grunnskólabörnum.

Í gærkveldi bauð Kiwanisklúbburinn Skjöldur,nemendum 10.bekkjar Grunnskóla Siglufjarðar til pissuveislu.
Þar sem þeim var afhentur styrkur í ferðasjóð nemenda,sem
þakklætisvott fyrir góða samvinnu og aðstoð við þrettándagleði Kiwanis

Fræðsla embættismanna

  • 17.04.2010

Fræðsla embættismanna

Nú stendur yfir í Kiwanishúsinu við Engjateig í Reykjavík fræðsa fyrir verðandi
Svæðisstjóra og verðandi forseta. Fræðslan hófst kl 8.00 í morgun og kemur til
með að standa til kl 17.00 en þá verður gert hlé og síðan líkur dagskránni í kvöld
með sameiginlegum kvöldverði, svona til að þjappa verðandi emættismönnum saman.

Fréttapistill Þyrills

  • 16.04.2010

Fréttapistill Þyrills Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi  er 40  ára  á þessu ári .   Tímamótanna verðru minnst með afmælishátíð 15. maí n.k..  Það voru 30  ungir og knáir  menn, sem  hleyptu  af  stokkunum  kiwanisstarfi  á Akranesi með veglegri  vígsluhátið  klúbbsins 2. maí 1970  og ennþá eru 7 þeirra starfandi  í klúbbnum.    Móðurklubburinn  Hekla veitti  góðan stuðning í byrjun , sem  klúbburinn hefur búið að  síðan.    Ekkki er ætlunin  að rekja  söguríka starfsemi klúbbsins hér  en í þess í stað að  greina  í  nokkru frá því  helsta sem hefur verið að gerast á þessu starfsári  undir forustu Halldór Fr. Jónssonar, forseta.

Síldarfundur Skjaldar

  • 09.04.2010

Síldarfundur Skjaldar

Hinn árlegi síldarfundur Skjaldar verður haldinn í Bátahúsinu á Siglufirði, laugardaginn 24. apríl.Þeir sem áhuga hafa á að heimsækja okkur,vinsamlegast hafið samband við Salmann sími 8477830
 

Fréttamolar Umdæmisstjóra

  • 09.04.2010

Fréttamolar Umdæmisstjóra

Út er komið fréttablað Óskars Guðjónssonar umdæmisstjóra Upplýsingamolar og er þetta annað blað starfsársins og má nálgast það hér að neðan.

Evrópuþings- bæklingur

  • 07.04.2010

Evrópuþings- bæklingur

Út er kominn bæklingur vegna Evrópuþings á Sikiley í sumar og má nálgast hann hér að neðan.

Barna- páskabingó Keilis

  • 07.04.2010

Barna- páskabingó Keilis

Árlegt barna-páskabingó Keilis fór fram 29. mars síðastliðinn.
Þar mættu um 60 manns, félagar með börn, barnabörn og vini og skemmtu sér í bingói.
 

Landsmót Kiwanis í golfi

  • 01.04.2010

Landsmót Kiwanis í golfi

Vestmannaeyjar, 23. maí 2010 kl. 13.00
Kæru Kiwanisfélagar
Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið í Vestmannaeyjum þann 23. maí nk. Fyrirkomulag mótsins er hefðbundið en þó var ákveðið að spila mótið samhliða keppni Vestmannaeyjaklúbbana í Kiwanis, Akoges og Oddfellow. Því má búast við 70-100 þátttakendum í mótinu og hlökkum við í golfnefnd Helgafells mikið til. Vonumst við til þess að Kiwanisfélagar okkar af fastalandinu heiðri okkur með nærveru sinni.
 

K-dags umræða

  • 28.03.2010

K-dags umræða

Sæli ágætu Kiwanisfélagar, nú er farin af stað umræða um K-daginn á spjallsíðunni og vil ég endilega hvetja menn til kíkja á þetta og taka þátt í þessum umræðum
 
 
TS.