Fréttir

Nýr samningur við Eimskip vegna Hjálmaverkefnis

  • 25.01.2011

Nýr samningur við Eimskip vegna Hjálmaverkefnis

Eimskip og Kiwanishreyfing gerðu með sér 3ja ára samning um kaup og dreifingu á reiðhjólahjálmum
 föstudaginn 21. febrúar síðast liðinn og var samningurinn undirritaður í höfuðstöðvum Eimskipa
 af Óskari Guðjónssyni umdæmisstjóra og Gylfa Sigfússyni forstjóra Eimskipa.
 

Handboltamót Kiwanis og Hauka.

  • 25.01.2011

Handboltamót Kiwanis og Hauka. Haldið var handboltamót Kiwanis og Hauka þann 02.01.2011

Þorrablót Kötlu

  • 24.01.2011

Þorrablót Kötlu

Þorrablót Kötlu var haldið 22. jan.  að þessu sinni að Engjateig, mun betri sal en í Borgartúni. Salurinn er mjög skemmtilegur eftir breytingar, nú með hringborðum sem taka 10 manns í sæti. Forseti setti blótið og minntist látins félaga Jónasar Helgassonar sem andaðist 22 jan. sl. Veislustjóri Ólafur Sveinsson stýrði söng og borðhald hófst. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri flutti erindi, hann minntist þess að þann 21 jan. 1915 var Kiwanis hreyfinginn stofnuð.

Afhending gjafar til Grensársdeildar

  • 24.01.2011

Afhending gjafar til Grensársdeildar Kiwanis klúbburinn Eldborg afhenti formlega rafspelkur til Grensársdeildar þann 19.01.2011

Andlát

  • 23.01.2011

Andlát

Jónas Helgason, bóndi í Æðey er látinn.
Hann var fæddur 18.nóvember 1947
Hann gekk í Kötlu 1997, en var áður félaagi
í Básum frá 1980

Við minnumst þessa góða og einlæga Kiwanisfélaga
með virðingu og þakklæti fyrir návist hans og starfa.
Fjölskyldu hans færum við hugheilar samúðarkveðjur.

21.nýr félagi

  • 22.01.2011

21.nýr félagi

Sá einstaki atburður átti sér stað í gærkvöldi að teknir voru inn 21 ný félagi í
Kiwanishreyfingun, en þessi atburður átti sér stað í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi.
Þessir nýju menn eru nú félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum og starfa
sem græðlingsklúbbur á höfuðborgarsvæðinu og stefnt er að því jafnvel í vor að vígja og
stofna fullgildan Kiwanisklúbb sem mun bera nafnið Eldfell.

Nýr vefur kiwanis.is

  • 21.01.2011

Nýr vefur kiwanis.is

Á morgun laugardaginn 22 janúar kl 13.00 munum við opna nýjan og endurbættann vef hreyfingarinnar.

Andlát

  • 14.01.2011

Andlát

Steindór Hjörleifsson fyrrverandi Umdæmisstjóri lést á Landspítalanum aðfaranótt 6. janúar síðastliðinn
Steindór verður jarðsunginn föstudaginn 21. janúar næstkomandi frá Grafarvogskirkju kl: 15:00
Steindór Hjörleifsson gekk í Kiwanishreifinguna (Kiwanisklúbbinn Elliða í Reykjavík) þann 15. janúar 1973
Hann gengdi fjölda trúnaðarstarfa bæði fyrir Kiwanisklúbbinn Elliða og fyrir Umdæmið Ísland - Færeyjar
Hann var Umdæmisstjóri Umdæmisins Ísland – Færeyjar 1991-1992

 

Heklufélagar gefa æfingarhjól

  • 14.01.2011

Heklufélagar gefa æfingarhjól

Það er hefð fyrir því að hafa einn fund að Hrafnistu ásamt Sjómannadagsráði og stjórnar Hrafnistu, nú var tilefnið sérstakt því Heklufélagar ætluðu að afhenda Endurhæfingarstöð Hrafnistu æfingarhjól af gerðinni “Moto Media viva2”.. Heklufélögum ásamt eiginkonum var boðið  í Endurhæfingarstöðina þriðjudaginn 11. janúar kl. 18:00 og okkur sýnd þar starfsemin og aðstaðan.

Frá Byggjendaklúbbi Engjaskóla

  • 11.01.2011

Frá Byggjendaklúbbi Engjaskóla

Byggjendaklúbbur Engjaskóla óskar öllum Kiwanisfélögum gleðilegs árs.
Ég hef verið að velta fyrir mér hver væri hugsunin á bak við klúbbastarfsemi.  Þá datt mér í hug skógrækt.  Til að rækta stórt  tré, þarf fyrst að setja niður fræ og eftir 15-20 ár er komið fallegt tré.  Þetta er ef til vill hægt að heimfæra á Byggjendaklúbb Engjaskóla .

Þorrablót Kötlu

  • 10.01.2011

Þorrablót Kötlu

Þorrablót Kötlu verður haldið  að Engjateig 11 laugardaginn  22 Janúar. Í boði verður frábær þorramatur, dans og skemmtiatriði, sem sagt frábær skemmtun og um að gera að mæta, ekki bara Kötlufélagar, allir velkomnir og verð aðeins 4,500 kr
 
Miða pantanir í síma 898 2103 Ólafur


 

Frá Kvennanefnd Umdæmisinns

  • 05.01.2011

Frá Kvennanefnd Umdæmisinns

Kæru Kiwanisfélagar
Kvennanefndin vinnur nú að því að stofna kvennaklúbb í Reykjavík.
Þess vegna leitum við til ykkar kæru vinir, því við erum alveg vissar um að í kringum ykkur eru konur sem hafa áhuga á að kynna sér Kiwanis og vera með í stofnun klúbbs.

Fréttabréf frá Kötlu

  • 02.01.2011

Fréttabréf frá Kötlu

Út er komið fyrsta fréttablað ársins frá Kötlufélögum , öflugt starf að venju hjá þeim en fréttabréfið má nálgast hér neðar á síðunni.

Jólagjafir frá Heklufélögum.

  • 27.12.2010

Jólagjafir frá Heklufélögum.

Miðvikudaginn 22 desember s.l afhentu Heklufélagar vistfólkinu á Bjargi jólagjafir. Vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi veitir langtíma geðfötluðum einstaklingum heimili.
Það er pláss fyrir 12 einstaklinga. Hjálpræðisherinn á og rekur heimilið, sem er á föstum
fjárframlögum frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Kötlufréttir

  • 25.12.2010

Kötlufréttir

Jólafundur
Þann 15. desember var Jólafundur Kötlu, mætir voru 30 félagar og 35 gestir. Forseti færði Árna H. Jóhannsson  viðurkenningu fyrir 30 ára starf í klúbbnum og umdæmi Kiwanis. Ekkjur félaga sem eru farnir  voru veittir blómvendir og  einnig Róbert St. Tómasson félaga sem varð 40 ára 12 des. Jólasagan Englahár var lesin af Guðbjörgu Ellertsdóttir.

Jólakveðjur

  • 23.12.2010

Jólakveðjur

Það er góður siður að senda jólakveðjur og hér neðar eru nokkurar frá nefndum umdæmisins og fleiri og þeir sem koma til með að senda jólakveðjur á vefinn okkar þá fara þær hér á síðuna með þessum kveðjum.
kiwanis.is óskar Kiwanisfélögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fréttir frá kiwanisklúbbnum Höfða.

  • 22.12.2010

Fréttir frá kiwanisklúbbnum Höfða.

Starf Kiwanisklúbbsins Höfða hefur verið með hefðbundnum hætti. Jólafundur Höfða var haldinn 16.desember og voru mættir voru 24 félagar ásamt mökum. Á boðstólnum var íslenskt hangikjöt ásamt því að hlítt var á helgiboðskap Séra Bjarna Þórs Bjarnasonar sóknarprests í Grafarvogssókn. Þetta var hin hátíðlegasta stund og okkur Kiwanisfélögum nauðsynleg í öllu jólastressinu. Eftir gott hlé, þar sem fólk gaf sér tíma til að spjalla saman, var haldið pakkauppboð. Þar koma félagar með pakka með sér sem boðnir eru upp.

Jólakveðja Umdæmisstjóra

  • 21.12.2010

Jólakveðja Umdæmisstjóra

Kæru Kiwanisfélagar, samstarfsfólk og vinir nær og fjær.
Við hjónin óskum ykkur og ástvinum ykkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vonum að þið hafið það sem allra best um hátíðirnar. Við færum ykkur hjartans þakkir fyrir frábært starf á viðburðaríku ári sem er að líða og fyrir að hafa svo víða tendrað ljós umhyggju, vonar og kærleika og leyft gildum Kiwanis og ársins - Efling, kraftur, áræði- Ábyrgðin er okkar - að vera leiðarljósin í ykkar fjölbreytilegu verkefnum.
Við vonum innilega að nýja árið komi barmafullt af giftu og gleði og hlökkum til að starfa með ykkur að spennandi verkefnum sem bíða handan hátíða.

Kiwaniskveðjur
Óskar og Konný
 

Skötuveisla Kötlu

  • 20.12.2010

Skötuveisla Kötlu

Kiwanisklúbburinn Katla stendur fyrir skötuveislu í Kiwanishúsinu Engjateig 11.
á Þorláksmessu milli kl. 12. og 14.
Hittumst hress og komum okkur í rétta jólaskapið Borðpantanir í síma 856 5656

Jóhannes Guðlaugsson, ritari Kötlu 
 

Jólafundur Heklu.

  • 20.12.2010

Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu var haldinn 17. desember, að Engjateig. Forseti byrjaði á því að biðja alla viðstadda
 að rísa úr sætum og minnast Geirs Guðmundssonar sem var jarðsettur í dag.
Séra Pálmi Matthíasson flutti jólahugvekju og fjallaði hann meðal annars um aðventuna og undirbúning jóla. Það hefur skapast sú hefð hjá Heklufélögum að bjóða á jólafund ekkjum látinna félaga og voru 11 mættar.