Jólafundur Heklu 2017

Jólafundur Heklu 2017


Kiwanisklúbburinn Hekla hélt jólafund sinn á Grand Hótel á fimmtudaginn 14. desember  sl..  Á fundinum var Reykjadalur, sumardvalastaður fyrir fötluð börn, afhentur styrkur frá Kiwanisklúbbunum Heklu og Esju að upphæð einmilljón króna.  Að stofni til var styrkurinn afrakstur fjáröflunar á Lambaréttadeginum, sem lengi hefur verið árleg fjáröflunarsamkoma Heklu og nú síðari ár með þátttöku Esju.  Það voru Sigurður R Pétursson, forseti Heklu og Sigurður Steinarsson  forseti Esju sem afhentu styrkinn.  Fyrir hönd Reykjadals var boðið  Margréti Völu Marteinsdóttur forstöðukonu  ásamt maka og  veitti hún styrknum viðtöku og þakkaði síðan fyrir með stuttu ávarpi.
 Hekla hefur lengi haft þann sið að

bjóða ekkjum látinna félaga til jólafundarins og var þeim sið framhaldið þetta árið og mættu  13 ekkjur til fundarins, auk annarra gesta sem voru makar félaga auk framangreinds fulltrúa frá Reykjadal, fulltrúa frá Kiwanisklúbbnum Esju og sr. Bjarni  Þór Bjarnason sóknarprests á Seltjarnarnesi   og fleiri og voru samtals um 45 félagar og gestir á fundinum Á fundinum átti að heiðraðir Þorstein Sigurðsson fyrir 45 ár í Kiwanishreyfingunni  og einnig að sæma hann rúbínstjörnu fyrir velunnin störf fyrir klúbbinn. Því miður komst Þorsteinn ekki á fundinn vegna veikinda,  en forseti  og formaður heiðursgjafanefndar Björn Pálsson heimsóttu Þorstein og afhendu honum merkið og rúbínstjörnuna og veittu einnig Erlu Þorsteinsdóttur eiginkonu hans  barmnælu, sem er eftirlíking Holtasóleyjar, þjóðarblóm okkar.

Sigurður R. Pétursson
forseti  Heklu.