Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Grími Grímsey

Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Grími Grímsey


Í gær sunnudaginn 15 október fór 7 manna hópur úr  5 klúbbum í Óðinssvæði  ásamt svæðistjóra Ingólfi Sveinssyni til Grímseyjar til að taka þátt í stjórnaskiptum í Grímí  veðrið lék við okkur og var útsýniið glæsilegt á leiðinni og við komuna til Grímseyjar.   Móttökur heimamanna voru eins og ætíð áður  með miklum myndarbrag ,  Stjórnarskiptin fóru fram og ágætar umræður voru svo á eftir þeim. Áður en flogið var aftur heim var farið með okkur í skoðunarfeð um eyjuna og

meðal annars skoðuð súla sem reyst hefur verið þar sem myndir eru ristar sem lýsa dýra og mannlífi eyjarinnar,  en  í forgrunni þar er útskorin mynd af Kiwanisfélaga no 1 í Grímsey   Bjarna Magnússyni 


Bestu þakkir fyrir móttökurnar Grímsfélagar.  

Aðflug að eynni úr suðri.

Ný stjórn Gríms f.v Jóhannes Henningsson, Svavar Gylfason, Magnús Bjarnason og svæðistjóri Ingólfur Sveinsson

Höfðingin Bjarni Magnússon ristur á Öndvegissúlu.

Nokkrir Kiwanisfélagar ásamt frummyndinni Bjarna Magnússyni við súluna góðu.