Sumarhátíð Óðinssvæðis.

Sumarhátíð Óðinssvæðis.


Það var ánægður svæðisstjóri sem kom heim eftir vel heppnaða sumarhátíð Óðinssvæðis sem haldin var í Flatey á Skjálfanda, 10 og 11 júní.
Þátttaka var góð eða um 70 manns. Komið var til Flateyjar um kl 13 og farið með skútum Norðursiglingar, þeim Hildi og Hauki. Hvalirnir á Skjálfanda létu sjá sig í sjóferðunum, óvæntur bónus það.
Boðið var upp á hressingu þegar komið var í eyjuna. Í framhaldi af hressingunni var farið í skoðunarferð með leiðsögn um eyjuna, síðan var boðið upp á kaffisopa með heimabökuðu, frjáls tími var frá kl 16-19 og þá var

boðið í grillveislu. Grillað var innra læri með öllu því meðlæti sem þarf til gera góða veislu. Saddir og sælir félagar mættu síðan á stórdansleik sem stóð frá kl. 20-22. Stórkostlegt ball í alla staði. 45 manns af hópnum fór til baka kl 22:30 og þeir sem eftir voru, sátu og spjölluðu og í framhaldi af því var gengið til náða.
Allir hæstánægðir í góðu veðri og fallegri náttúru. Þeir félagar sem gistu tóku daginn snemma og eftir morgunverð var gengið frá og lagt af stað heim á leið kl. 13 eftir vel heppnaða helgi.
Svæðisstjóri þakkar Skjálfandafélögum og konum fyrir alla hjálpina við undirbúning ferðarinnar og þá sérstaklega húsráðendum í Flatey þeim Inga og Ingunni.
 
Kv. Benedikt Kristjánsson
Svæðisstjóri Óðinssvæðis