Ævintýraferð til Flateyjar 10. júní 2017

Ævintýraferð til Flateyjar 10. júní 2017


 

Svæðisstjóri vill minna á að skráning er í fullum gangi á sumarhátíðina í Flatey á Skjálfanda. Kiwanisfélagar um allt land velkomnir.

Ævintýraferð til Flateyjar 10. júní 2017
Drög að dagskrá

Laugardagurinn 10. júní 
Brottför frá Húsavík kl.11  og komið er til Flateyjar um kl.12:30. Gengið upp að Krosshúsum og fengið sér léttan hádegisverð. Eftirfarandi tímasetningar eru viðmið. 
13:30 – Söguganga um eyjuna, komið við á ýmsum merkilegum stöðum. 
15:30 – Miðdegiskaffisopi og sögustund í góðra vina hópi
18:00 – Boðið verður upp á grillað lambakjöt með öllu tilheyrandi í Krosshúsum.

20:00 – Stórdansleikur í félagsheimilinu í Flatey sem stendur fram eftir kvöldi, glens og gaman. 
21:30 – Áætluð heimferð fyrir þá sem ekki eru í gistingu 
Sunnudagurinn 11. júní
13:00 – Áætluð heimferð fyrir þá sem voru í gistingu 
Kostnaður við ferðina er 12,500 á mann, innifalið í verðinu eru milliferðir, léttur hádegisverður, miðdegiskaffið og veislan um kvöldið. 
Skráning í ferðina fer fram hjá svæðisstjóra fyrir 1. júni á netfangið benkr@simnet.is en gistingu skal panta sér hjá Inga. 
Hægt er að kaupa gistingu hjá Inga Sveinbjörns og Ingunni, hafa skal samband við þau í síma: 894-0872 fyrir frekari upplýsingar. 

 

Á þessum árstíma skartar Flatey á Skjálfanda fjölbreyttu fuglalífi og einstakri náttúru.

PRENTVÆN ÚTGÁFA HÉR