Frá svæðisstjóra Óðinssvæðis.

Frá svæðisstjóra Óðinssvæðis.


Sameiginlegur aðalfundur klúbbanna Öskju, Herðubreiðar og Skjálfanda var haldinn í Möðrudal laugardaginn 6. maí. Mæting var með allra besta móti, 35 kiwanisfélagar og makar mættu í Möðrudalinn í einstakri veðurblíðu. Nutum góðra veitinga og  skoðuðum þá miklu uppbyggingu sem er í Möðrudal núna hjá þeim hjónum en þar er verið að byggja hótel, snyrtingar og fleira. Afar skemmtilegur og vel heppnaður fundur. 
Næsta verkefni svæðisstjóra er sumarhátíð Óðinssvæðis sem haldinn verður 10.júní á Flatey á Skjálfanda, stefnir í mjög 

góða mætingu og enn er hægt að skrá sig á netfangið benkr@simnet.is. Endilega missið ekki af þessu Kiwanisfélagar góðir í Óðinssvæði.
Læt fylgja myndir af fundinum í fjalladýrðinni í Möðrudal.