Reiðhjólahjálmar til sex ára barna

Reiðhjólahjálmar til sex ára barna


Kiwanishreyfingin á Íslandi og Eimskipafélag Íslands standa þessa dagana fyrir dreifingu á reiðhjólahjálmum til allra sex ára barna sem eru nú að ljúka fyrsta bekk í grunnskóla. Þetta farsæla samstarf hefur verið frá árinu 2004 og lætur nærri að Eimskip og Kiwanis hafi fært um 60 þúsund börnum hjálma frá þeim tíma. Þessi gjöf hefur í gegnum 

árin margsannað gildi sitt og mikilvægi þess að nota reiðhjólahjálm.
 
Kiwanis og Eimskip biðja foreldra að fylgjast með næstu daga þegar börnin koma heim með hjálmana, til þess að stilla þá rétt svo þeir hlífi börnunum eins vel og mögulegt er. Til að gjöfin nýtist sem best og skili tilætluðum árangri er mikilvægt að barnið noti hjálminn ávallt þegar það hjólar, leikur sér á línuskautum, hlaupahjóli eða hjólabretti. Nákvæmar leiðbeiningar fylgja með hjálmunum.