Frá Hjálmanefnd !

Frá Hjálmanefnd !


Sælir kæru félagar.

 
Þá fer að hylla undir lokaáfanga á hjálmamálinu þetta árið.
4.846.- hjálmar voru útdeildir þetta vorið og enn og aftur ber að þakka Eimskipafélaginu fyrir þeirra hlut í þessu starfi og án þeirra væri þetta kanski ekki með þeirri reysn sem það er.
Nú er bara að koma þessu á höfuð þeirra er það eiga að fá. Hjálmarnir komu í hús hjá Eimskip sl. föstudag og var farið strax í að koma þeim út til klúbbana og þeirra skóla er fá sent beint.Á mánudaginn 3 apríl luku Silja og hennar starfsfólk í vöruhótelinu við að koma frá sér landsbyggðinni og til skólanna. Klúbbar á stór Reykjarvíkursvæðinu hafa síðan verið að fá 

 

sína hjálma keyrða heim og þeir klúbbar er hugðust sækja sjálfir var gefinn kostur að nálgast sínar pantanir föstudaginn 7 og mánudaginn 10 apríl og var lögð áhersla á að þeir virtu þessar tímasetningar.
Góð samvinna hefur verið á milli vöruhótelsins og klúbba á Reykjarvíkursvæðinu og ekki vitað annað er þetta er ritað að allar áætlanir hafi gengið upp..
Hafnarfjarðar klúbbarnir eru með hjálmahátíð í dag föstudaginn 7 Apríl við Kiwanishúsið og Setberg í Garðabæ er einnig með sína hjálma afhendingu í dag.
Það hefur verið ánægjulegt enn og aftur að vinna við þetta verkefni þó svo hnökrar hafi verið á öflun talna frá skólunum.
Nefndin er skipuð úrvals fólki sem hefur þekkingu og reynslu í þessu verkefni.
Það er akkur fyrir hreyfinguna að svo sé til að við getum með reysn unnið og klára þetta frábæra verkefni okkar.
Munum að taka sem flestar myndir við hjálma afhendinguna og einnig að koma fyrir merki Eimskipafélagsins einhver staðar á afhendingar stað..
 
Að endingu þakka ég frábæra samvinnu félaga minna í Hjálmanefndinni og öllum þeim er að þessu hafa komið..
Sjáumst hress á umdæmisþingi í haust.
 
Ólafur Jónsson
Formaður hjálmanefndar 2016 - 2017