Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði

Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði


Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði  var haldinn í Glæsibæ á öskudegi. 
Forsetar eða fulltrúar klúbba og félagar komu frá Dyngju, Elliða, Esju, Geysi, Höfða, Jörfa, Kötlu og Þyrli. Umdæmisstjóri kom einnig og enn fremur Óskar Guðjónsson Kl EF. Og Mosfell félagar Rúmlega sjötíu manns mættu.  
Nokkrir klúbbar höfðu þennan fund sem númeraðan fund hjá sér, sem er gott því nauðsynlegt er að félagar klúbbanna komi saman einu sinni á ári. Ég vona að næstu svæðisstjórar stuðli að því.
Frá  JCI á Íslandi kom núverandi landforseti Svava Arnardóttir og fyrrum landforseti Elizes Low. Þau kynntu starf JCI og báðu félagið um að 

koma með spurningar sem gæti eflt starf beggja hreyfinga.
Það er trú mín að með samvinnu Kiwanis og JCI munu hreyfingarnar dafna og styrkjast þar sem róið er á sömu mið, efla félaga og láta gott af sér leiða. 
Í samtali við landforseta JCI kom fram mikill vilji fyrir samstarfi í framtíðinni.  JCI er aðallega á höfuðborgar svæðinu,  blandaðir klúbbar fyrir bæði kynin og jafnvel hafa einstaklingar fundið elskuna sína innan klúbbanna þar sem þeir hafa einnig starf innan háskólanna. Líkt og Kiwanis var stofnað í gegnum viðskipta sambönd og hjáparstarf  er JCI með klúbb þar sem einstaklingar tengjast viðskiptum.
Ég vona að félagar hafi verið fróðari eftir þennan fund. Ekkert stress  um tímann og matarhlé var haft í lengra lagi til að félagar geti rætt saman.