Svæðisráðstefna í Ægissvæði 3.desember

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 3.desember


Þann 3. desember var svæðisráðstefna Ægissvæðis.  Var hún mjög vel sótt og fundurinn var bæði góður og gagnlegur.   Kiwanisklúbburinn Eldborg sá um fundinn að þessu sinni og það verður erfitt að toppa það glæsilega morgunverðarhlaðborð sem var þar í boði.  Forsetar lásu skýrslur, en þar var afturhvarf til fortíðar og forsetar voru beðnir um að koma með skýrslur á blaði eins og var gert hér áður fyrr.  Sýndist mér það mælast bara vel fyrir.  Gott gengi er í svæðinu en þrír klúbbar eru orðnir fremur fámennir en ekki var annað að sjá en þeir ætluðu að snúa vörn í sókn því þeir hafa ákveðið sameiginlegan fund eftir áramót.  Það er mikil hvatning fyrir fámennari klúbba að

fá heimsóknir  og hvet ég alla klúbba að hafa það fyrir venju að heimsækja a.m.k. einn klúbb á starfsári.  Við fengum fyrirlesara á fundinn, Kristrúnu Sigurjónsdóttur deildarstjóra móttökudeildar Lækjarskóla, en þar er mikið og gott starf unnið.  Deildin tekur á móti erlendum börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslenskum skóla.   Undirrituð flutti fréttir frá umdæminu og las sína skýrslu . Það er gaman frá því að segja að fundinn sátu auk forseta, ritara og annarra klúbbfélaga, umdæmisstjóri, varaforseti Evrópu, kjörumdæmisstjóri, verðandi kjörumdæmisstjóri og formaður fræðslunefndar, en þeir eru allir félagar í Ægissvæði og fjórir af fimm Eldeyjarfélagar.    Keilismenn færðu svæðisstjóra gjöf, sem er bangsi eins og þeir sem þeir gefa í sjúkrabílana.  Hann fær veglegan sess á hillu. Þeir eiga bangsa eftir sem þeir buðu öðrum klúbbum í svæðinu að kaupa.

 

Með kiwaniskveðju,

Emelía Dóra

svæðisstjóri Ægissvæðis