Stefnumótunarþing grasrótar Kiwanis.

Stefnumótunarþing grasrótar Kiwanis.


Stefnumótunarþing undir titlinum "Á-ætlun" um betra umdæmi var sett á Hótel Hafnarfirði í morgun laugardaginn 12 nóvember. Konráð Konráðsson formaður stefnumótunarnefndar setti fundinn og fór yfir dagskrá þingsins, og bauð síðan Hauk Sveinbjörnsson umdæmisstjóra velkominn í pontu Haukur sagði frá því að við værum fyrsta umdæmið sem heldur svona ráðstefnu með þessu formi . Haukur lýsti yfir ánægju sinni með frábæra mætingu en tæplega 50 manns skráðu sig á þingið. Haukur sagði sitt mottó að vera stoltur Kiwanis maður, og við eigum 

að tala hreyfingun upp ekki tala niður til okkar, og koma okkur í forystu með jákvæðni það mun skila sér til okkar að öllu leyti. Haukur þakkaði nefndinni fyrir að koma þessu þingi á koppinn og að fá grasrótina með í þetta verkefni. Næstu á mælendaskrá var Paul Inge Paulsen umdæmisráðgjafi og skýrði frá því hvers vegna KI er  að hvetja til samþættar stefnumótunar, Paul Inge fór vel yfir málefnið og önnur málefni sem tengjast Kiwanis.

Hjördís Harðardóttir kom næst í pontu undir liðnum örerindi um hornsteina Á-ætlunar umdæmisins. Hjördís fór yfir félaga fjölgun og fækkun og jafnframt yfir Formula verkefnið sem á að hefja hreyfinguna á hærra plan og stuðla að fjölgun í hreyfingunni. Í þessu felst að segja öðrum frá Kiwanis , bjóða gestum með okkur á fundi og deila því sem við erum að gera á vefinn og facebook, árangur í eflingu eru fleiri félagar og styrkja klúbba, um þetta hefur verið gert skipurit.

Óskar Guðjónsson kom næstur í pontu og fór yfir stutta kynningu á Á-ætlun umdæmisins. Óskar sagði að nú væri verið að horfa til framtíðar og samstylla stefnumótun um allan heim sem sagt samræma stefnuna, heimstjórn, umdæmi og klúbbar og reyna að útrýma þessu copy paste frá ári til árs og þess vegna er gott að hafa fulltrúa grasrótarinnar með í ráðum og hefja vegferð með ferðalok í huga. Óskar sagði jafnframt að við klárum þetta ekki hér í dag en það þarf að vanda til verka í gerð svona stefnumótunar. Óskar fór yfir áhrif þjónustuverkefna sem við erum að framkvæma og virkja alla félaga til að tak þátt í slíku það er bæði gefandi og styrkir Kiwanisandann.

Gunnstein Björnsson kom næstur og talaði um ímyndar- og kynningarmál hreyfingarinnar og sagði m.a að nausynlegt væri að halda okkar merki á lofti, og nota það mikið, því það væri okkur öllum aðgegilegt, nausynlegt er t.d að merki Kiwanis sjáist á myndum þar sem verið er að afhent styrki og aðra viðburði á vegum Kiwanis. Við eigum núna fleiri tæki þar sem við höfum vefinn og samfélagsmiðla til að koma okkur á framfæri en samt veruð að vanda hvað er sett inn á slíka vefi.

Magnús féhirðir talaði stuttlega um árvekni í fjármálum.

Hjördís  talaði næst og kynnti verklag fundarformsins Opins rýmis þar sem þáttakendum er boðið að setja fram markmið er lúta að einhverju eða öllum áhersluþáttum. Umræðuefnin flokkuð nánar, samtengd og raðað á tímalínu 30 mínútna umræður um hvert atriði. Frummælandi er fundarstjóri og skilar samantekt um umræðuna um sína spruningu. Þessi aðferð er mikið notuð um allan heim og hentar jafnt fyrir tíu manns eða þúsund.

Þetta er mjög skemmtilegt fundarform og kemur ávalt á óvart. Að loknu erindi Hjördísar kom Björn Baldursson í pontu og kynnti lauslega fyrirhugaða ferð til Frakklands í suma.  Síðan var komið að matarhléi og að því loknu munu umræður hefjast.

 

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR