Ívar Atlason með fyrirlestur.

Ívar Atlason með fyrirlestur.

  • 01.11.2016

Á almennum fundi s.l fimmtudag 27. október sem jafnframt var Kótilettufundur, var Ívar Atlason yfirmaður HS orku í Vestmannaeyjum með fróðlegan fyrirlestur. Efnið var um varmadælur til að hita upp hús í Vestmannaeyjum, en þessi búnaður gæti lækkað hitunarkostnað heimila um 10 %. Þegar eru hafnar framkvæmdir við þetta verkefni og er byrjað að bora við Hlíðarveg þar sem húsið með dælubúnaðnum mun rísa, en úr þessum borholum verður  p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} nægur sjór til að keyra varmadælurnar. Erindi Ívars var vel uppsett og fróðlegt og svaraði hann fjölda spurninga frá fundarmönnum sem voru mjög áhugasamir um verkefnið enda Vestmannaeyjar eitt af svokölluðu köldum svæðum sem ekki hafa yfir hitaveitu að ráða en aftur á móti var hraunhiti notaður við kyndingu húsa til skammst tíma og síðan tóku rafskautakatlar við, en framtíðin er vonandi varmadælur. Að loknu erindi færði forseti Ívari bækurnar Við Ægisdyr sem smá þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum og þökkum við Ívari kærlega fyrir frábært erindi.