Vel heppnaður Lambaréttadagur hjá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Vel heppnaður Lambaréttadagur hjá Kiwanisklúbbnum Heklu.


Föstudagskvöldið 14. október var hinn árlegi Lambaréttadagur haldinn. Að venju var maturinn allur eldaður og gerður úr lambinu. Það var ákveði af styrktarnefnd klúbbsins að ágóði þessa kvölds rynni til Íþróttasambands fatlaðra, það góða starf sem þar er unnið til uppbyggingar á íþróttastarfs fatlaðra barna og til að aðstoða þau til þátttöku í stórmótum erlendis eins og Ólpíuleikunum,
 Veislustjóri var Sigríður Á. Andersen alþingiskona og stóð hún sig með prýði. Þetta er brot í sögu klúbbsins að fá konu sem veislustjóra. Guðlaugur Þór Þórðarson var 

ræðumaður kvöldsins og fór á kostum. Skemmtikraftur var eins og oft áður Jóhannes Kristjánsson og ekki klikkaði hann. En við fengum einn leynigest og það var eininn annar en forseti vor Guðni Th. Jóhannesson. Þetta var einstök uppákoma og hann hélt ræðu og fjallaði aðallega um heimsókn sína á Ólumpíuleika fatlaðra sem hann heimsótti. En forsetinn kom ekki tómhentur og færði okkur áritaðan bol frá leikunum og bindi. Þessar gjafir voru síðan boðnar upp um kvöldið. Listmunauppboðið gekk vel, uppboðshaldari var Gissur Guðmundsson.  Við viljum þakka öllum listamönnum og fyrirtækjum sem styrktu okkur.

Sigurður R. Pétursson
forseti Heklu.