Framkvæmdir á Bíldshöfða

Framkvæmdir á Bíldshöfða


Eins og flestum er kunnugt þá lentum við fyrir miklu vatnstjóni í upphafi árs á húsnæði okkar að Bíldshöfða 12. Eftir að tryggingar voru búnar að bæta okkur tjónið var ákveðið að ráðást í breytingar um leið og öllum gólfefnum o.fl var skipt út. Geymslan hefur fengið nýtt hlutverk en verið er að breyta henni í eldhús og búið að gera hurðargat inn í salinn og verða settar rennihurðið í eldhúsið, en síðan

verður gamla eldhúsinu breytt í geymslu.  Búið er að leggja nýtt parket á skrifstofuna, litla fundarsalinn og aðalsalinn, og síðan verður sett nýtt gólfefni á ganginn, eldhúsið og salerni.

Það eru félagar í Kiwanisklúbbnum Höfða sem tóku að sér þessar framkvæmdir sem ganga vel í alla staði og verður húsnæðið betra í alla staði og þá ekki síður vænna til útleigu em við þurfum upp í rekstur húsnæðisins.