Umdæmisstjórnarfundur í Hafnarfirði

Umdæmisstjórnarfundur í Hafnarfirði

  • 29.01.2008

Laugardaginn 26 janúar var haldinn umdæmisstjórnarfundur í Hafnarfirði, en um þessar mundir er Hafnarfjarðarkaupstaður 100 ára. Gylfi Ingvarsson setti fundinn kl 10.00 og síðan tóku við venjuleg fundarstörf.

Þetta var góður og skemmtilegur fundur og margt var rætt m.a kom Gísli Ingólfsson frá Capacent og kynnti niðurstöður könnunar sem gerð var vegna sölu K-lykils og má sjá þá niðurstöður hér annarstaðar á síðunni. Nánar má sjá allt um þennann fund þegar fundargerðin kemur inn á vefinn.

Að loknum fundi var móttaka í boði Hafnarfjarðarbæjar í húsi Bjarna Riddara og tók Lúðvík Geirsson bæjarstjóri þar á móti fundarmönnum og flutti okkur smá erindi og bauð upp á léttar veitingar. Þetta var ánæguleg stund þarna í þessu gamla umhverfi og má sjá myndir frá þessu inni á myndasíðunni.