Gleði er gjöf frá þakklátum þiggjendum.

Gleði er gjöf frá þakklátum þiggjendum.

  • 04.01.2008

Engin breyting varð á um þessi jól frekar en á undanförnum jólahátíðum að félagar í Kiwanisklúbbnum Höfða hafa safnað í matarkörfur fyrir skjólstæðinga Grafarvogskirkju.
Verk þetta hefur ávalt verið í höndum Fjáröflunarnefndar þar sem félagi okkar og stofnfélagi Björgvin Andri Guðjónsson heldur í stjórnartauma þetta starfsár.
Að beiðni sr.Vigfúsar Þórs Árnasonar sóknarprests í Grafarvogssókn var hafist handa við söfnun matvara og meðlætis í matarkörfur sem síðan var afhent 16 þakklátum fjölskyldum í sókninni fyrir jól. Auk þess var þremur þakklátum fjölskyldum afhentar matarkörfur að ósk sr.Sigríðar Guðmarsdóttur sóknarprests í Grafarholtssókn, hverfi sem við Höfðafélagar lýtum á, að öllu jöfnu sem úthverfi Grafarvogs og því eitt af starfssvæðum okkar. Við framkvæmd þessa verkefnis nutum við góðvildar ýmissa fyrirtækja og má þar helst telja Kvarnir, Norlenska og Íslensk-Ameríska. Með hverri matarkörfu var boðið að afhenda troðin Fjölskyldupoka við upphaf sölu flugelda hjá klúbbnum, sem féll í góðan jarðveg þeirra yngri í fjölskyldunum.