Umdæmisþing 2015

Umdæmisþing 2015

 

 

45.Umdæmisþing
 Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar
11. til 13. september 2015 í Vestmannaeyjum.

 
Þingnefnd fundar reglulega og er allur undirbúningur á fullu fyrir þingið okkar í Vestmannaeyjum. Gistimöguleikar eru ekki ótakmarkaðir í Eyjum og því munum við einbeita okkur að því að taka gistingu fyrir alla þingfulltrúa fyrst til að fylla kvótann og biðjum við fólka um að sýna þolinmæði á meðan við klárum þetta mál, en það er nú einu sinni þannig að þegar við erum á stað eins og Vestmannaeyjum þá þurfa ALLIR! gistingu.
Setning þings mun fara fram í Landakirkju og Galaball í Höllinni, en þingfundir munu fara fram í Kiwanishúsinu og sölum þar við eftir því sem þurfa þykir. 
 
Nú eru á leiðinn meiri upplýsingar um þingið okkar og munu bréf til klúbbanna fara í póst í dag föstudaginn 27 mars, ásamt kjörbréfum. Gistimálin eru að komast í rétt horf og verður opnað fyrir gistinguna núna um helgina og verður það nánar tilkynnt hér á síðunni, en við erum með sér síðu með gistingunni og öllum þeim upplýsingum sem þarf og þarf aðeins að klikka á gistislóðina hér að neðan til að sækja þessar upplýsingar og þar verður líka hægt að nálgast prentvænar upplýsingar um gistinguna,
Galaballið er klárt og mun miðaverð vera það sama og í fyrra eða 8.500- miðinn.
 
Upplýsingar um gistingu og pöntun   (Búið er að opna fyrir gistingu)
 
4 september.Vegna forfalla eru laus tvö tveggjamanna og 1 einsmanns herbegi á Gistiheimilinu Hamri.
 
 
 
Fundur í Eyjum!
 

Gunnlaugur Gunnlaugsson umdæmisstjóri ásamt Eyþóri umdæmisféhirði skelltu sér til Eyja til að kanna aðstæður og funda með Þingnefnd Helgafellsmanna. Allur undirbúningur er á góðu róli og mikið búið að gera, en nú um þessar mundir er verið að setja upp lyftu í Kiwanishúsið þar sem þingsalur er á þriðju hæð, einnig er búið að mála allt húsið. Einnig eru í boði tveir aðrir salir nánast við sömu götu og tölvuver í næsta húsi þar sem boðið verður upp á kennslu í skýrlugerð í nýja gagnagrunninum. Setning fer fram í Landakirkju og lokahóf verður í Höllinni. Boðið verður upp á rútuferðir á setningu og fleiri viðburði sem verða í gangi og m.a er makaferð í smíðum. Endanleg dagskrá þingsins er komin og er hún hér meðfylgjandi og einnig á þingvefnum.

Við viljum endilega minna þá embættismenn sem eiga að panta sjálfir með Herjólfi að gera það sem fyrst því mikil traffík er með skipinu.

 

 

Velkomin til Vestmannaeyja 

á Umdæmisþing 2015

 

Kiwanisklúbburinn Helgafell heldur nú Umdæmisþing í annað sinn, en Umdæmisþing var haldið í Vestmannayjum síðast 1983. Síðustu dagar fyrir þingið 1983 voru mjög annasamir fyrir félaga klúbbsinns en þá var unnið hörðum höndum við að koma húsnæði Klúbbsins í það horf að hægt væri að halda Umdæmisþingið í húsinu okkar sem verið hafði í byggingu. Nú í ár er staðan sú að við erum enn að gera húsið klárt fyrir umdæmisþing, tekið í gegn að utan sem innan og jafnframt sett í húsið lyfta sem verið hefur í umræðu frá því húsið var byggt.

Þinghald verður húsi Helgafells en fundir og fræðsla í nálægum sölum þar sem það á við. Þingsettning verður í Landakirkju og hefst athöfnin kl.20.30 föstudagskvöldið 11. september. Að setningarathöfninni lokinni býður Helgafell til samfagnaðar í húsnæði klúbbsinns við Strandveg.

Þingfundi verður fram haldið laugardaginn 12. september í húsi klúbbsinns, en lokahóf verður haldið í Höllinni, veislusal við Löngulág.

Makaferð munum við Helgafellsfélagar hafa í boði fyrir þá sem þess óska, þar sem gerð verða skil á einstakri náttúru eyjanna, sögu og jafnvel einhverju óvæntu..

Erum við Helgafellsfélagar ekki í vafa um að helgin 11.-13. september verði mjög árangursrík og skemmtileg fyrir Kiwanisfélaga, maka þeirra og aðra sem að þinginu  koma, þingfulltrúa, embættisfólk svo og erlenda fulltrúa og gesti.

Mætum prúðbúin til lokahófs í Höllinni í lok umdæmisþings og gleðjumst þar saman.                                                               Allar nánari upplýsingar er að finna á http://www.kiwanis.is/is/page/umdaemisthing

Sjáumst sem allra flest á 45. umdæmisþingi Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar í Vestmannaeyjum 11. – 13. september.

 

 

 

 

 

Guðmundur Jóhannsson

formaður þingnefndar

 

Dagskrá 45. umdæmisþings

Haldið í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum, 11. – 13. september 2015

 

Föstudagur 11 . september:

11:00 – 12:00 Umdæmisstjórnarfundur 

10:00 – 16:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf 

12:00 – 13:00 Hádegishlé – matur í Kiwanishúsinu

13:30 – 14:10 Nýjar skýrslur – fræðsla ritara.  Eftir þetta verður opið tölvuver ótímabundið og   

                        einstaklingsaðstoð í boði (Jóhanna, Konráð)

14:20 - 15:50 Málstofur 2-3 eftir aðstæðum  (þing vor eða haust, K-dagur, hvað eigum 

                       við að styrkja,  getum við stofnað nýja klúbba. 

16:00 – 17:00 Fundur með forsetum og öðrum embættismönnum.  (Andrés helstu atriði,

                       Gunnsteinn –áherslur)

20:30 – 21:00 Þingsetning í Landakirkju

21:00 – 23:00 Opið hús í Kiwanishúsinu

Laugardagur 13. september:

08:30 – 15:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf

09:00 – 12:00 Þingfundi framhaldið

Skýrslur umdæmisstjórnar og umræður um þær

Fjárhagsáætlun 2015- 2016

Reikningar 2013-2014

Kjör skoðunarmanna reikninga

Lagabreytingar og ályktanir

Afhending viðurkenninga

12:00 – 13:00 Hádegishlé – matur í Kiwanishúsinu

12:30 – 13:00 Aðalfundur Tryggingarsjóðs 

13:00 – 16:00 Þingfundi framhaldið

Ávörp erlendra gesta

Staðfesting á umdæmisstjóra 2015-2016

Kynning og kjör kjörumdæmisstjóra 2015-2016

Kynning á framboði/um og kjör kjörumdæmisstjóra 2016-2017

Stjórnarskipti og staðfesting á stjórn 2015-2016

Kynning á umdæmisþingi 2016

Staðarval umdæmisþings 2018

Niðurstöður vinnuhópa frá föstudegi

Önnur mál

16:00 Þingfundi frestað

19:00 – 02:00 Lokahóf í Höllinni.

Hátíðarkvöldverður, Umdæmisstjóra skipti, ávörp , skemmtiatriði,

þingslit, dansleikur.

 

 
PRENTVÆN ÚTGÁFA HÉR
DAGSKRÁIN Á ENSKU Convention Program and Agenda
 
 
 

Eldri þing
 
45 Umdæmisþing í Vestmannaeyjum 11 - 12 september 2015
44. Umdæmisþing í Kópavogi 12 til 14 september 2014
43. Umdæmisþing í Hafnarfirði 13 til 15 September 2013
42. Umdæmisþing í Reykjanesbæ 14 - 16 september 2012
41.Umdæmisþing Höfn 23-24 sept 2011
40 þing í Salnum Kópavogi
39 þing Engjateigur Reykjavík

Nýjustu færslur

Blog Message

Helgafell afhendir tölvugjöf til Barnaskóla Vestmannaeyja.

Í hádeginu komu saman félaga úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Barnaskóla Vestmannaeyja og var tilefnið að afhenda skólanum tölvubúnað að ..
Blog Message

Dansleikur fyrir fatlaða !

Árlegur dansleikur fyrir fatlaða einstaklinga var haldinn í 18 skiptið í boði Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Kóavogi dansleiku..
Blog Message

Svæðisráðstefna og 30 ára afmæli Ós.

Laugardaginn 5 maí var haldin Svæðisráðstefna Sögusvæðis á Höfn í Hornafirði að viðstöddum 22 Kiwanisfélögum úr Helgafelli, Ölver, ..
Blog Message

Aðalfundur Mosfells !

Aðalfundur Mosfells var haldinn í kvöld, miðvikudaginn 2. maí í húsakynnum sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mo..
Blog Message

Fundur með JC félögum

Í dag 29. apríl var haldinn fundur í húsnæði hreyfingarinnar að Bíldshöfða 12 með félögum úr JCI hreyfingunni. Tilefnið var samstarfss..
Meira...
Heimsþing 2018 28. júní 2018 klukkan 10:00


Umdæmisstjórnarfundur 21. sept 2018 klukkan 09:00


Umdæmisþing 2018 21. sept 2018 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði