K-dagur 2016

K-dagur 2016

SÖFNUNARNÚMER ER 908 1550

K-dagur 2016 

Verndari söfnunarinnar er Forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson

 

Hér fer af stað vefur K-dags sem verður 1 - 10 október n.k.  Á Umdæmisþingi í Vestamannaeyjum var samþykkt að halda áfram að styrkja geðverndarmál undir kjörorðinu 
¨Gleymum ekki Geðsjúkum ¨

Kveðja frá forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni

Öll veikjumst við einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómar geta verið illvígir eða viðráðanlegir. Einatt mætum við velvild og skilningi þegar heilsubrestur verður. Samt er það svo að viðmót verður gjarnan annað þegar geðrænir kvillar eiga í hlut. Enn gætir þess um of að þeir þyki feimnismál, jafnvel dáðleysi.

Um árabil hefur Kiwanishreyfingin vakið athygli á málefnum þeirra sem glíma við geðræna sjúkdóma. Einkunnarorðin „Gleymum ekki geðsjúkum“ eru flestum landsmönnum að góðu kunn. Með sölu á K-lyklinum hefur Kiwanisfélögum tekist að afla fjár til að efla geðvernd, eyða fordómum og leita lækninga.

Í ár vilja Kiwanisfélagar beina kröftum sínum að tveimur málefnum. Annars vegar hyggjast þeir styrkja BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands, enda brýnt að sinna vel þeim börnum og ungmennum sem glíma við geðraskanir. Hins vegar er sjónum beint að nýjum samtökun, PIETA Ísland, sem bjóða úrræði fyrir einstaklinga  í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Gildi forvarna á þessum vettvangi er ómetanlegt. 

Við skulum hjálpa þeim sem þurfa aðstoð í erfiðleikum sínum og veikindum. Ég hvet alla til að taka Kiwanisfólki vel á K-daginn í ár, styðja gott málefni og bæta samfélag okkar.

 


Hér munu síðan birtast upplýsingar og annað efni frá K-dagsnefnd til að Kiwanifélagar verði vel upplýstir um þetta merka verkefni okkar hreyfingar !

Fréttabréf nefndarinnar

 

  1.tbl. 16 ágúst 2016

  2.tbl. 10 sept 2016

 

 

Form og Eyðublöð o.fl

  Samningur við samstarfsaðila í sölu

  Kveðja forseta Íslands

  Tengiliðir vegna K-dags

  Bréf til tengiliða K-dags í Svæðum og klúbbum

 Listi yfir pönntun á lyklum og posum 2011-16

  Haus á bréfsenfi K-dagsnefndar

  Leyfi Sýslumanns til söfnunar

 Bréf til félaga

 Bréf til fyrirtækja

 

 

 

Svör við fyrirspurnum sem borist hafa.

 

 

Skurður á lyklum - bíðum enn eftir svörum, verðið látin vita.

 

Posafjöldi á klúbb - reynum að verða við óskum en þurfum fyrst að sjá pantanir frá öllum áður en við getum staðfest hvað hver klúbbur fær marga posa.

 

Fyrirfram stilltir posar á 2000 Kr. - Nei þeir verða ekki fyrirframstilltir. 

 

Merktir sölumenn - ekki af okkar hálfu en hver klúbbur gerir eins og þeim finnst henta.

 

Dreifing lykla á klúbba - miðum við umdæmisstjórnarfund 1. október en ef þið viljið fá þá fyrr athugum við það.

 

 

Þurfum að fá pantanir sem fyrst, í allra síðasta lagi 27. september.

 

Bendi ykkur á að við höfum leyfi frá 1. október og því er hægt að nota vikuna í að ganga í hús þó svo að aðaldagarnir séu frá fimmtudegi.

 

 

Tilkynningar

Síðustu pantanir voru afgreiddar í dag og í framhaldi af því viljum við benda á: 

 -posarnir taka ekki AmEx (American Express) kort

 -ef vandamál koma upp með posa þá er þjónustunúmer Valitors 525 2000

 -klúbbar á höfuðborgarsvæðinu skili posum til okkar upp á Bíldshöfða sunnudaginn 9. október milli klukkan 17:00 og 19:00

-aðrir klúbbar geri ráðstafanir við fyrsta tækifæri í samráði við Líney (linoli@simnet.is 8652081)

-ef þið hafið einhverjar spurningar þá er um að gera að hringja í okkur

 

Sigurður 8202073

Eiður 8986855

Gylfi 8964001

Líney 8652081

 

 


 

 

 

Nýjustu færslur

Blog Message

Andrés Hjaltason minning

Það er með sorg og söknuði sem ég minnist vinar míns Andrésar K. Hjaltasonar. Samstarf okkar hófst innan Kiwanishreyfingarinnar á sumarhát..
Blog Message

Andrés Hjaltason látinn !

Andrés Hjaltason, félagi í Kiwanisklúbbnum Keili og umdæmisstjóri 2006-2007, lést 21. nóvember síðastliðinn. Andrés var forseti Keilis 199..
Blog Message

Pökkun Jólasælgætis !

Það var mikið fjör í Kiwanishúsinu hér í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en þá komu félagar saman með börn, barnabörn, vini og kunningja ..
Blog Message

Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.

Í gær var haldinn Umdæmisstjórnarfundur á Bíldshöfða 12 í Reykjavík og sá fyrsti í fullri lengd hjá nýrri Umdæmisstjórn. Konráð Umd..
Blog Message

Hof 45 ára !

Þann 12 nóvember héldu Hofsfélagar upp á 45 ára afmæli klúbbsinns, allir Forsetar Ægissvæðis mættu á hófið til okkar ásamt Umdæmisstj..
Meira...
Svæðisráðstefna í Færeyjasvæði 10. feb 2018 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Sögusvæði 10. feb 2018 klukkan 12:00


Svæðisráðstefna í Ægissvæði 24. feb 2018 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði