Fréttir

Erindi um rafbíla hjá Heklufélögum !

  • 09.03.2018

Erindi um rafbíla hjá Heklufélögum !

Heklu félagar voru með almennanfund 8. mars og fengu Runólf Ólafsson framkvæmdastjóra FÍB til að ræða um rafmagnsbíla og framtíð þeirra. Hann fjallaði alment um rafmagnsbíla, gerði samanburð á þeim og öðrum bílum. Íslendingar hafa ekki verið sérstaklega áhugasamir um að skipta yfir í rafmagn af ýmsum ástæðum eins og langdrægni og einnig að hleðslustöðvar eru ekki á nógu mörgum stöðum. En það er verið að vinna í þessum innviðamálum. Þannig að svo kallaðir twinbílar eru vinsælli, rafmagn/bensín. Það kom fram í erindi Runólfs að í Noregi eru rafmagnsbílar 40%  af seldum bílum í dag. Einnig sagði hann frá 
 

Kiwanisklúbburinn Drangey 40 ára !

  • 09.03.2018

Kiwanisklúbburinn Drangey 40 ára !

Kæru Kiwanisfélagar.

Kiwanisklúbburinn Drangey er 40 ára á þessu ári og var hann stofnaður 16 maí 1978. Við munum gera margt til þess að fagna þessum merka áfanga í starfi klúbbsins. Í fyrsta lagi tókum við þátt í sameiginlegu verkefni Óðinssvæðis í febrúar sem bar heitið óður til Kiwanis, en allir klúbbar í svæðinu voru með eitthvað verkefni sem bætti samfélagið á hverjum stað.
Drangey gaf í því tilefni 5 stk. 43“  sjónvarpstæki á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki og 1 stk. 65“ sjónvarpstæki á legudeild sömu stofnunar. Þann 15 mars nk. mun klúbburinn og félagar hans ásamt Krabbameinsfélagi Skagafjarðar standa að mikilli mottumars hátíð í Menningarhúsi Skagfirðinga, Miðgarði og þar verður flutt ýmis fræðsluerindi ásamt því að farið verður yfir helstu niðurstöður speglunarverkefnisins sem samstarfsverkefni klúbbsins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Sauðárkróki sl. 4 ár og

Febrúarverkefni Öskju.

  • 05.03.2018

Febrúarverkefni Öskju.

Askja hélt bingó í samstarfi við félagsmiðstöðina Drekan 19 febrúar síðast liðinn og rann innkoman öll til tæljakaupa í félagsmiðstöðina alls 107 þúsund.
Askja lagið til alla vinninga og aðstoðaði krakkana sem stjórnuðu bingóinu og sáu um að öðru leiti.

Mosfell afhendir hjálpatæki til Hrafnistu !

  • 27.02.2018

Mosfell afhendir hjálpatæki til Hrafnistu !

Mosfellsfélagar héldu fund í boði Hrafnistu í Reykjavík   21. febrúar sl. Tilefnið var að  Mosfell var að gefa hjálpartæki sem auðveldar að færa fólk sem ekki getur gengið milli sæta. Rebekka Ingadóttir deildarstjóri Hrafnistu í Kópavogi veitti því móttöku og sýndi síðan hvernig nota á tækið með aðstoð Haraldar Haraldssonar Mosfellingi. Ræðumaður kvöldsins var Ásgeir Sveinsson annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir

Kiwanisklúbburinn Herðubreið selur konudagsblóm

  • 27.02.2018

Kiwanisklúbburinn Herðubreið selur konudagsblóm

Á hverju ári selur Kiwanisklúbburinn Herðubreið 
konudagsblóm til fjáröflunar fyrir styrktarsjóð sinn. Þetta er einn af mikilvægu þáttunum í starfsemi klúbbsins og einn af þeim sem gerir klúbbfélögunum unnt að styrkja góð málefni í samfélaginu.
     Á seinni árum eru við svo heppnir að eiga að indælt fólk sem stjórnar verslun Samkaupa í Reykjahlíð sem núna heitir Kjörbúðin. Við fáum aðstöðu þar til að selja konudagsblómin sem auðveldar okkur mjög framkvæmd hennar. Ýmislegt gerist nú sniðugt og ánægjulegt í blómasölunni. Um daginn kom t.d. hópur af erlendum ferðamönnum í búðina þegar við vorum að selja blómin. Einn úr hópnum staðnæmdist hjá 

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Svæðisráðstefna í Freyjusvæði 07. apríl 2018 klukkan 10:00


Svæðisráðstefna í Óðinssvæði 07. apríl 2018 klukkan 11:00


Svæðisráðstefna í Færeyjasvæði 07. apríl 2018 klukkan 12:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3