Fréttir

Helgafell afhendir tölvugjöf til Barnaskóla Vestmannaeyja.

  • 16.05.2018

 Helgafell afhendir tölvugjöf til Barnaskóla Vestmannaeyja.

Í hádeginu komu saman félaga úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Barnaskóla Vestmannaeyja og var tilefnið að afhenda skólanum tölvubúnað að gjöf. Í þessum gjafapakka voru 25 lap top tölvur til vinnslu á netinu aða skýinu til náms og verkena og 20 spjaldtölvur til notkunar við námið. Að þessu tilefni flutti Erlingur Richardsson skólastóri ávarp og útskýrði notkunargildi þessarar gjafar og kom á framfæri þakklæti til 

Dansleikur fyrir fatlaða !

  • 15.05.2018

Dansleikur fyrir fatlaða !

Árlegur dansleikur fyrir fatlaða einstaklinga var haldinn í 18 skiptið í boði Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Kóavogi dansleikurinn var haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju sl sunnudag kl 16 um 60 gestir auk 30 aðstoðarfólks frá 17 sambýlum skemmtu sér vel en snillingarnir Jógvan, Hreimur og Matti Matt sáu um að halda 

Svæðisráðstefna og 30 ára afmæli Ós.

  • 08.05.2018

 Svæðisráðstefna og 30 ára afmæli Ós.

Laugardaginn 5 maí var haldin Svæðisráðstefna Sögusvæðis á Höfn í Hornafirði að viðstöddum 22 Kiwanisfélögum úr Helgafelli, Ölver, Búrfelli, Mosfelli, Ós og Eldey úr Kópavogi. Fundurinn var haldinn í Pakkhúsinu sem eru glæsileg húsakynni og hýsa veitingahús með sama nafni. Fundurinn hófst kl 13.00 á kynningu fundarmanna og lestir fundargerðar, og að því loknu var tekið til við flutning og fyrirspurnir á skýrslum embættismanna. Margt var rætt á þessum góða fundi m.a Hjálmaverkefni og K-dagur, erindi frá Umdæmisstjórn, kynning á verðandi kjörsvæðisstjóra en Ólafur Friðriksson félagi úr Helgafelli mun gegna því embætti. Góðar umræður urðu undir liðnum önnur mál og Guðlaugur fræðslustjóri Umdæmisins sló botnin í fundinn með góðu erindi og setti mönnum verkefni til að leysa.
Margir Kiwanifélagar mættu með maka sína og 

Aðalfundur Mosfells !

  • 03.05.2018

Aðalfundur Mosfells !

Aðalfundur Mosfells var haldinn í kvöld, miðvikudaginn 2. maí í húsakynnum
sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellsbæ. Í
byrjun fundar sögðu þær Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals
og Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir vaktstjóri frá starfseminni og sýndu
staðinn. Að því loknu var gengið til aðalfundarstarfa. Að þeim loknum voru
teknir inn í klúbbinn tveir nýir félagar þeir Hjalti (Úrsus) Árnason og
Sveinn Einarsson. Innsetninguna önnuðust

Fundur með JC félögum

  • 29.04.2018

Fundur með JC félögum

Í dag 29. apríl var haldinn fundur í húsnæði hreyfingarinnar að Bíldshöfða 12 með félögum úr JCI hreyfingunni.  Tilefnið var samstarfssamningur sem gerður var milli JCI og Kiwanis, en báðar hreyfingarnar eru alheimshreyfingar.  Ætlunin var að fá hugmyndir um það hvernig hreyfingarnar gætu stutt við bak hvor annarrar.  Konráð Konráðsson umdæmisstjóri Kiwanis opnaði fundinn.   Síðan kom Þorkell Pétursson landstjóri JCI í pontu og sagði frá starfi þeirra.  Í JCI hreyfingunni eru 70 manns í 4 félögum öll staðsett í Reykjavík.  Helstu verkefni þeirra er ræðumennska, fundarstjórn og fundarritun.  Félagið gaf út bók um fundarsköp á árum áður en draumurinn er að endurútgefa þá bók þar sem hún er nú uppseld.  Þá veitir JCI viðurkenningar til Framúrskarandi ungra íslendinga og eru viðurkenningarnar í 10 flokkum, sjá nánar á www.framurskarandi.is  Þá er hægt að senda tilnefningar í gegnum þá síðu en lokað er fyrir tilnefningarnar 1. maí n.k. svo það er ekki eftir neinu að bíða ef Kiwanis félagar hafa augastað á ungum íslendingi sem hefur skarað fram úr þá endilega senda tilnefningu.  Þá kemur JCI að Nýsköpunarkeppni grunnskólanna með því að þjálfa nemendur í framsögu og kynningu svo eitthvað sé nefnt.
Þá kynntu fundarfélagar sig og

Eldri fréttir

Nýjustu færslur

Heimsþing 2018 28. júní 2018 klukkan 10:00


Umdæmisstjórnarfundur 21. sept 2018 klukkan 09:00


Umdæmisþing 2018 21. sept 2018 klukkan 10:00


Sjá alla viðburði
Ræða Eyjólfs kiwanis 50 ára
gyda-haraldsdottir.mp3